Andvari - 01.01.1886, Síða 87
47
ast, því meðan við erum eins fátækir og við erum,
verðum við aldrei menn með mönnum. Auðurinn er
afl þeirra hluta sem gera skal, og meðan við erum eins
bláfátækir og við erum, gerum við ekkert, er ekki von
að við gerum nokkuð. En nú eru mestar líkur til, að
okkur geti fjenazt til muna á þilskipaveiðum.
Okkur liggur lífið á að hlynna að þilskipaveiðun-
um, og meira til: sómi okkar er í veði, ef við berum
okkur ekki eptir björginni betur en við höfum gert.
Okkur er ekkert vel við, þegar vinnufært fólk hefir ekki
dug í sjer til að vinna, og hrærir varla legg nje lið til
að hafa ofan af fyrir 9jer. Sama augastað hljóta aðrar
þjóðir að hafa á okkur, þar sem við látum þær sitja
fyrir afla þeim, sem okkur er þó næst að bera okkur
eptir.
Og þó kastar tólfunum, þegar við komumst ekki í
hálfkvisti við önnur eins þjóðkrýli og Færeyingar eru.
Þeir eru þó enn minni en við.
Yæri það nú svo fjarstætt, að fjárveitingarvaldið
Ijeti eitthvað af hendi rakna við þá, sem kæmu sjer
upp þilskipum, veitti t. d. ákveðin verðlaun fyrir hverja
lest í hverju þilskipi, sem bættist við skipastól vorn,
með þeim skilmálum, að þau hjeldu út t. a. m. 5 mán-
uði árlega? Þilskipakaupin eru þó allt af einhver stærstu
fyrirtækin, sem við íslendingar eigum við.
Jeg er enginn pólitíkus, svo jeg fjölyrði ekki um
þetta. En það er bezt, að sem flestar uppástungur
komi fram um þetta mál; því eitthvað verður að gera
til að efla þilskipaútveg og auðlegð í landinu.
Jeg hef einhverstaðar lesið, að Kómverji nokkur,
sem Kató hjet, hafi aldrei talað svo um nokkurn skap-
aðan hlut, að hann hafi ekki hnýtt því aptan í, að snjall-
ast mundi vera að eyðileggja Kartagóborg. Og þangað
til var hann að nauða, að hann kom máli síuu fram.
Kú eru þílskipaveiöar að míuu áliti eins áríðuudi fytir