Andvari - 01.01.1886, Page 89
Kristján Jónasarson.
Seint í marzmánuði í fyrravetur var það ráðið á
fundi í sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu, að senda mann
til Bradford á Englandi til þess að komast eptir, hverj-
ar orsakir væru til hins afar-lága verðs, sem nú er á
íslenzkri ull, og þá einkum til þess, að fá upplýsingu
um, hvort hægt væri fyrir íslendinga að bæta úr því á
nokkurn hátt. Það jeg til veit, var fyrst ráðið til þess-
arar sendifarar í 147. blaði Fróða, sem hafði komið út
þá fyrir skömmu. Pöntunarfjelag fingeyinga hafði og
verið mjög hvetjandi ferðarinnar á fundi, er það hjelt
rjett áður en sýslunefndin hjelt sinn fund. Peir, sem
áttu sæti á báðum fundunum, munu því hafa mælt með
þessu á sýslunefndarfundinum.
Að vísu duldist það engum, sem nokkurt skyn ber
á þetta mál, að deyfð sú, er nú hvílir yfir verzluninni
hvervetna, er aðalorsökin til hins lága verðs, sem nú er
áullinni; en þá erlíka tvöföld þörfin til að vanda verk-
un á henni, og yfir höfuð gera allt sem unnt er, til þess
að hefja hana lítið eitt upp úr niðurlægingu þeirri, sem
verzlunardeyfðin og skeytingarleysi landsmanna um
verkunina hafa orðið samtaka um að koma lienni í.
Sendiförin var viðleitni til að ná þessu marki.
Benidikt prófastur Kristjánsson í Múla, sem er í
Andvari XII. 4