Andvari - 01.01.1886, Síða 90
50
sýslunefndinni, kom síðan að máli við mig, fyrir hönd
nefndarinnar, til að fá mig til fararinnar og semja við
mig um borgun fyrir kostnað og ómak. Okkur kom
saman um það, að upphæðin samtals mætti ekki minni
vera en 900 kr.\ og var það þá álitin vitaskuld, að jeg
gerði almenningi kunna skýrslu um árangurinn af ferð
minni. Kvað hann sý.slunefnd Suður-Pingeyjarsýslu vilja
borga kostnað þennan að þriðjungi til móts við lands-
sjóð, ef sýslunefndin í Norður-fingeyjarsýslu vildi vera
í fjelagi um það.
Skömmu seinna var mál þetta borið upp á sýslu-
nefndarfundi í Norður-]?ingeyjarsýslu, og ráðið, að kosta
ferðina úr báðum sýslusjóðunum á þann hátt, sem nú
var sagt. Sýslunefndaroddvitinn, sem er sá sami í báð-
um sýslunefndum Pingeyjarsýslu, mun þá hafa ritað
amtsráði og landshöfðingja fyrir hönd nefndanna, og
beðið um fje þetta, eða 600 kr. úr landssjóði. Amts-
ráðinu var kunnugt um það,að allt það fje var upp geng-
ið, sem landshöfðinginn hafði til umráða og nota mátti
til þessa. Á fundi sínum, snemma í júní, veitti því
amtsráðið sjálft upphæð þessa af því fje, sem Norður-
og Austuramtinu einu var ætlað úr landssjóði til efl-
ingar búnaði. fetta vissi jeg þegar eptir miðjan júní,
og 6. ágúst vissi jeg, að landshöfðinginn hafði sam-
þykkt veitinguna. 26. sept. fjekk jeg í hendur iands-
sjóðsávísun fyrir fjenu, og gat selt hana með dálítilli
fyrirhöfn. Pöntunarfjelag fingeyinga Ijet mig fá farið
til Englands ókeypis með skipi því, er ílutti sauði þess
til Nýjakastala.
Mjer hefir hugkvæmzt, að raða efninu í ritgjörð
þessari þannig:
1. Ferðaskýrsla.
1) það er sem næst V16 yrartur cyris á hvert xiund ullar, sem
flutt var frá Islandi næst liðid sumar (1885).