Andvari - 01.01.1886, Síða 91
51
2. Meðferð á sauðfje til ullarbóta. Sá kaíii ritgjörðar-
innar er eptir Hermann Jónasson búfræðing.
3. Ullarverkun. Sá kaiiinn er að nokkru leyti eptir
Benidikt breppstjóra Jónsson á Auðnum.
4. Tóvara.
5. Tóvinnuvjelar.
1. Ferðaskýrsla.
í þennan kafla ritgjörðarinnar set jeg þær upplýs-
ingar, er jeg befi fengið, sem allra næst að jeg get, í
sömu mynd og þær voru mjer gefnar. Byggi síðan á
þeim, eins og rnjer sýnist rjettast. í öðru lagi getur
hver lesandi fyrir sig byggt á þeirn þá skoðun, sem
honum sýnist rjettust.
Þegar er jeg sá það fyrir, að jeg mundi, að öllu
sjálfráðu, fara sendiför þessa, fór jeg að afla mjer þeirra
upplýsinga, er jeg áleit nauðsynlegar til að geta leyst
erindið af hendi, og jeg gat aflað mjer á íslandi. I3ar
á meðal var það, að jeg skrifaði Simmelbag & Holm
ullarmiðlurum i Kaupmannaböfn, og beiddi þá, meðal
annars, upplýsinga um, bvar á Englandi mundi vera
mest unnið af íslenzkri ull, og fyrir liverja ókosti bún
væri einkum felld í veiði.
Þeir urðu lijótt við beiðni rainni, og skrifuðu mjer
ineð næsta pósti. íslenzka ull sögðu þeir seijast að
nokkru leyti til vinnslu í Englandi, og að nokkru leyti
yfir England til Ameríku. Aðalorsökina til lága verðs-
ins á henni, kváðu þeir verzlunarástandið. Auðvitað
niundi það samt nokkuð bæta verðið á henni, ef hún
væri botur aðskilin eptir gæðum (sorteret), betur þvegin,
varazt að láta sjást í benni flóka og haustull, og yíir
höfuð væri betur með bana farið en að undanförnu.
Verksmiðjueigendurnir vilja sjálfsagt belzt langa, bvíta,
nijúka og fjaðurmagnaða ull, sem ekki bafi illhærur nje
hið harða og grófa tog, sem þar að auki opt er rautt
4*