Andvari - 01.01.1886, Side 92
52
á litinn. nReynsla vor», segja þeir enn fremur, »sem
nær yfir 25 ára bil, sýnir, að ullgæðunum hefir mjög
hnignað seinustu 10—15 árin, og eignum vjer apturför
þessa skorti á nægilegri kynblöndun sauðfjárins. Affara-
bezt mundi það verða, að flytja til íslands enska hrúta,
sterkbyggða og hrausta, en það er sagt, að með slíkum
innflutningi sje að óttast fyrir kláða og öðrum fjárveik-
indum. Geti þetta, sem óefað væri bezt, ekki tekizt
með hægu móti, þá eru þau úrræði ein, að blanda fjár-
kynið með innlendum skepnum frá öðrum hjeruðum
landsins».
Brjef þetta sýnir, að miðlararnir eru málinu kunn-
ugir, og bera gott skyn á það. Að eins get jeg ekki
verið þeim samdóma um orsökina til apturfarar á gæð-
um ullarinnar, því eins og fjárrækt og fjárhirðingu mun
í flestum greinum hafa lieldur farið fram en aptur síð-
ustu árin, þá hefir framförin engu sízt átt sjer stað að
því, er kynblöndunina snertir, því góðir fjármenn eru
ávallt betur og betur að sannfærast um, hve hún er
nauðsynleg. Rar á móti álít jeg, að ullarverkuninni hafi
farið aptur, eða það hefi jeg heyrt kvartað um fyrir
norðan.
Klipping sauðfjárins er, að minni hyggju, að miklu
leyti orsök í apturfór ullargæðanna, þannig, að togbroddur
og hortog (illhærur) nýju ullarinnar loðir neðan í reyfinu,
sem af er klippt. Rá loðir reyfið opt saman í einum
feldi eða hana, og sumir partar þess verða að þófnum
flókum, ef eigi er gætt því meiri varkárni, að greiða þá
í tíma. Jeg heyrði tóskaparkonur kvarta mjög um þetta,
þegar byrjað var að nota klippurnar. Það þyrfti, sögðu
þær, að »taka ofan af» ullinni beggja vegna; gamla
togið »ofan af» eins og áður, en nýju ullina þyrfti að
reyta neðan úr reyfinu, og var hún ónýt til flestra
hluta. Hafi henni síðan verið blandað saman við kaup-
staðarullina, þá hefir það, ásamt annari óvandvirkni,
hjálpað til að spilla henni.