Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 93
53
Tímabil það, 10—15 dr, er Simmelbag & Holm
nefna, stendur og hjer um bil heima við þann tíma, er
byrjað var að nota sauðaklippur á íslandi. þ>að mun
ekki hafa verið byrjað til muna fyrr en eitthvað kring um
1870, en nú eru þær almennt notaðar, það jeg veit,
norðanlands að minnsta kosti.
Enginn má skilja orð mín svo, að jeg ráði til að
hætta við að nota klippurnar, heldur vildi jeg, til að
upplýsa málið, geta um þetta sem þá orsök, er ekki
verði hjá sneitt, enda er það álitið, að klippingin bæti
ullina að öðru leyti. Meira um þetta síðar.
Tillögu miðlaranna um inníiutning á útlendu sauð-
fje, skaljeg í þetta sinn eptirláta öðrum að hugleiða, en
sný mjer nú að ferðaskýrslunni.
1. okt. í haust er var, kl. 2% e. h. lagði skipið frá
Oddeyri. í’að heitir »Minsk», skipstjórinn Sörensen.
IJað var tafið nokkrar mínútur hjá Hjalteyri viö Ejjafjörð
og farið þaðan kl. 5 e. h. Ferðin gekk vel. Að mynni
Tyne (frb. tæn) fljótsins var komið 6. okt. kl. 9 f. h.
H var farið upp eptir fljótinu í klukkutíma, lagzt kl.
10 f. h., og fjeð rekið á land.
í Nýjakastala var jeg 8 nætur. Lítt gat jeg þar
rekið erindi mitt; þar er ekki ullarverzlun njo verlc-
smiðjur, svo jeg viti. EJar eru haldnir stórkostlegir
fflarkaðir á lifandi fjenaði, einu sinni í liverri viku, en
þar fyrir utan er keypt og selt daglega. Jeg tafði þar
fflest til þess, að geta sjeð einn slíkan markað. Degin-
um áður en jeg fór, var haldinn markaður, og mátti
þar sjá margs konar fjemeðólíku ullarlagi. Flest hafði
það fínni og betri ull en íslenzkt fje. Skozka svart-
höfðafjeð (black-faced sheep) eitt hefir grófari og ljót-
ari ull en íslenzkt fje, enda er hún í lægra verði en ís-
lenzk ull.
Eitt af því, sem hver íslondingur hiýtur að veita