Andvari - 01.01.1886, Page 94
54
eptirtekt, þegar hann skoðar sig um á svona stórkost-
legum sauðfjármarkaði í útlöndum (á þessum markaði
voru rúm 8400), er það, að þótt þar komi fyrir marg-
ar og mjög ólíkar sauðfjártegundir, þá eru þó kindurnar
i hverri tegund fyrir sig svo líkar, að vart má aðgreina;
þær eru eins og »steyptar í sama mótinu», hvað snertir
vaxtarlag, ullarlag, útlit allt og jafnvel stærðina. íJað
sýnist því auðráðið, að miklu hægra sje að aðgreina ull
af þessu fje eptir gæðnm, heldur en ull af íslenzku fje.
|>að er svo mjög misjafnt að ullargæðum og ullarlagi,
jafnvel hjá sama bóndanum.
14. október fór jeg frá Nýjakastala til Bradford.
par hitti jeg fyrstan manna, G. Ch. Sim. Hann kom
til íslands í sumri var. Há talaði jeg við hann á Akur-
eyri, og hann bauð mjer að finna sig, ef jeg kæmi til
Bradford í haust. Nú var það fyrsta verk hans, að
koma mjer í kynni við þá menn í Bradford, er hann
þekkti, og áleit að mundu verða mjer að liði. Hann
leiðbeindi mjer og að öðru leyti í öllu, sem hann gat.
Einn maður, sem jeg þannig kynntist, heitir T.C. East-
wood, umboðsmaður (agent) fyrir Platt Brothers & Co.
Limited, vjelasmiði, í Oldham. Hessi maður sýndi mjer
og alla þá aðstoð, er hann mátti. Á skrifstofu hans
geymdi jeg sýnishorn af íslenzkri ull af ýmsu tagi. Jeg
hafði þau með mjer að heirnan, og kostuðu þau mig alls
46 kr. Ýmsir skoðuðu þau þar á skrifstofunni.
Jeg skrifaði upp nokkrar spurningar, sem jeg hað
ýmsa þá menn, er jeg leitaði upplýsinga hjá, að svara
skriflega, svo að jeg gæti botur áttað mig á svörunum,
og þau glötuðust ekki. Innibaldið í spurningum mínum
var þetta:
1. Á hvcrn hátt er bezt að fara mcð íslenzka ull, svo
að hagur sje að, bæði fyrir seljanda og kaupanda;
er bezt að þvo hana, eins og gert hefir verið hing-
að til?
2. Ef hún á annað borð er þvegin, hvort mun þá betra,