Andvari - 01.01.1886, Side 95
55
að gera það á sama hátt og að undanförnu eða
með nýrri aðferð, og þá hverri?
3. Mundi æskilegt að nota til þess ullarsápu þá, sem
við höfð er hjer á Englandi?
4. Hvað er einkum athugavort, ef ullin væri send ó-
þvegin ?
5. Er ekki auðveldara að aðgreina óþvegna ull eptir
gæðum heldur en þvegna, og livort ætti þaðheldur
að gerast á íslandi eða Englandi?
6. Hvað er verðið nú á íslenzkri ull í samanhurði við
enska, skozka eða Ástralíuull?
7. Hver verðmunur, hjer um bil, ætli yrði á óþveginni
ull og þveginni?
Ullarkaupmaður einn, John Scriven að nafni, kvaðst
vinna mikið af íslenzkri ull og verzla með hana. Hann
svaraði spurningum þessum skrifiega 16. okt. hjer um
bil þannig:
1.—4. í’að ætti ekki að snerta við ullinni, heldur flytja
hana óþvegna til Englands, en svo þnrra sem
hægt er.
5. Jú, vissulega. Rjettast muu, að þeir, sem kaupa
hana í Englandi, aðgreini hana sjálfir. Sá litli
kostnaður, sem af því leiðir, borgar sig með því,
að þá verður hún aðgreind eptir óskum og þörf
kaupanda.
6. í dag er ensk ull 9 pence pundið. íslenzk ull
þvegin, innflutt til Hull af þeim herrum G. & C.
Gottschalck í Kaupmannahöfn hjer um bil þannig:
Bezta norðlenzk................7 x/2 penny pundið.
— sunnlenzk og vestfirzk . 7 pence---------.
7. Ef ullin væri óþvegin, álitum vjer hæfilegt, að norð-
lenzk ull væri hjer um bil 5 pcnce o. s. frv.
Engar greinilegri ástæður, en hjer eru sagðar,
færði hann fyrir skoðun sinni, en sagðist skyldi verja
hana.
Jeg fór raeö sýnishorn (eitt reyfi) af óþveginni ull