Andvari - 01.01.1886, Page 96
56
til manns eins í Bradford, er Daníel Briggs heitir. Hann
þvær ull og kembir. Þá var hann að þvo ull af svo
kallaðri Angora geit. í*að er mjög mikið af henni í
Kaplandi og víðar. í verzluninni er ull þessi kölluð
mohair (frb. móheir). fað var tekinn lítill lagður af
reyfi því, er jeg hafði þar meðferðis, þveginn í sama
þvottalegi og liafður var á geitaullina og síðan þurk-
aður. Ekki tók þetta nema 3 -5 mínútur. Lagður
þessi varð vel hreinn og hvítur, en ekki virðist mjer
hann eins mjúkur og sú ull, sem jeg hefi sjeð bezt
þvegna hjer á landi, t. d. frá Þverá í Laxárdal og víðar.
Jeg sagði Briggs, að jeg hefði með mjer rúm 60
pund dönsk eða nær því 70 pd. ensk af íslenzkri ull ó-
þveginni, og spurði, hvort það væri ekki nógu mikið í
sjer til þess, að þvo það í þessari þvottavjel hans, en
hann kvað það of lítið til þess, að ganga gegn um hana
út af fyrir sig.
pvottavjel þessi er þannig útbúin, að ullin gengur
gegn um þvottalöginn í aflöngum járnkössum. Jeg hygg
þeir væru um 18 þuml. á breidd. Vjelhreyfðir forkar
með 8 til 10 tindum, iíkir að lögun forkum þeim, sem
liafðir eru við jarðabótavinnu, moka ullinni áfram
gegn um þvottalöginn, þangað til hún gengur gegn um
gaddakerfi nokkurt eða vjel, sem bæði greiðir hana og
þvættir. Þá færist hún enn áfram milli tveggja sí-
valninga; þeir kreista úr henni skólpið milli sín um leið
og þeir snúast. Frá þeim kemur hún í annan kassa,
beint framhald af þeim fyrri. Forkar moka henni á-
fram sem fyrr. í þessum kassa er þvottalögurinn miklu
hreinni en í hinum, og kemur þannig í staðinn fyrir
kalda vatnið hjer á landi, jafnvel þótt þvottalög-
urinn sje talsvert heitur. Eptir þetta færist hún milli
tveggja sívalninga, sem kreista úr henni mestu bleyt-
una á sama hátt og hinir fyrri. Síðan er hún þurkuð
á járnþráðaneti. Hitinn kemur að neðan frá járnpíp-
um nokkrum, cn þær eru hitaðar með vatnsgufu. 1