Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 97
57
vjel þessari má þvo og þurta 3600 pd. ensk (um 3260
dönsk) á dag.
Jeg bað Daníel Briggs að svara spurningum mín-
um, að því er þvottinn snerti. Nokkruseinna gafhann
mjer munnlega það svar, að væri íslenzk ull þvegin upp
úr sápu þeirri, er hann notaði, mundi þurfa að hafa
þvottalöginn nokkuð sterkan.
í Bradford, eða öllu heldur þar í grenndinni, er
verksmiðjufjelag eitt, sem heitir J. Benn & Co. Núna
sem stendur ætla jeg, að enginn einn maður eða eitt
fjelag vinni jafnmikið, eða sízt meira af íslenzkri ull,
en einmitt þetta fjelag. Jeg talaði við einn af meðlim-
um þess, er Briggs heitir. Hann kvaðst kaupa ull frá
Örum & Wulff, Bornhólmsfjelaginu (Predbirni, Fog og
Hansen), Seyðisfirði, Lefolii á Eyrarbakka o. fl. o. fl.,
alls um 3000 sekki á ári. þ>á var hann t. d. nýlega
búinn að kaupa 270 sekki af vestfirzkri ull á 7 pence
(5272 eyrir) enskt pund. Ull þessi átti víst að heita
þvegin, en þó sýndist mjer hún engu bragðlegri en ó-
þvegna ullin, sem jeg hafði með mjer að heiman. Jeg
hafði orð á þessu við Briggs. Hann kvað hana að
minnsta kosti, vera Ijettari í vigtina. Bezta ull kvaðst
hann fá frá Seyðisfirði (merkta V. E.), Húsavík (merkta
H w.), og frá Lefolii á Eyrarbakka.
Jeg lagði fyrir hann spurningar mínar, en ekki
fjekk jeg hann til að svara þeim skriflega. Hann sagði
að eins: »Ef öll ullin ykkar væri eins vel þvegin, og að
öllu leyti eins vel verkuð, eins og sú, sem er bezt verk-
uð t. d. frá Seyðisfirði, Lefolii á Eyrarbakka og frá
Húsavík, þá skyldi jeg ekki kvarta». »En», svaraði jeg,
»samt sem áður þurfið þið að þvo hana hjer, áður en
hún er unnin í vjelunum. Verður sú fyrirhöfn nokkru
minni, þótt við sendum hana óþvegna?» Briggs: »Nei,
en fiutningsgjaldið verður miklu meira á henni óþveg-
inni». Jeg bað hann um bendingar, að því er þvott-
inn snerti. Svar: »Jeg veit ekki, hvernig þeir fara að