Andvari - 01.01.1886, Síða 98
58
þvo hana, sem þvo hana vel á íslandi, en af þeim verð-
ið þið að læra það; það sem gert er á íslandi, hlýtur
að vera mögulegt á íslandi. Þótt jeg sýni þjer og segi,
hvernig hún er þvegin hjer, þá sje jeg ekki, að sú til-
sögn geti orðið ykkur að nokkru liði, meðan þið hafið
ekki þær vjelar ykkur til hjálpar, sem við höfum». Að-
alreglan, sem hann tók upp við mig með mikilli á-
heiv.lu, optar en einu sinni, var þetta: »Látið hana
vera vel þvegna og vel þurra, aðgreinda í tvær tegundir
optir gæðum, betri og lakari; sjálfsagt að hafa kviðull,
fætlinga, tog og haustull, allt sjer og aðskilið; það getur
allt haft sitt verð til vissra nota, en ótækt að hafa það
saman við ullina».
Briggs rjeði þannig eindregið til, að ullin væri þveg-
in, eins og að undanförnu, heldur en að hún væri send
óþvegin. Hann og John Scriven, sera fyr er nefndur,
verzla báðir með og vinna sjáltir íslenzka ull, og þó urðu
þeir þannig hvor á móti öðrum.
Jeg sýndi Briggs mórauða ull, svarta og gráa, sinn
lagðinn af hverju. Mjer virtist honum renna það til
rifja, að fá aldrei svona góða ull mislita. Hann kvaðst
ekkert fá af henni, nema þann versta úrtíning og hroða;
við hjeldum eptir því hezta. Jeg sagði, að lítið fjelli
til af þessari ull; við tættum handa sjálfum okkur af
henni það sem við gætum. Jeg spurði, hversu hann
vildi borga mislita ull í samanburði við hvíta, ef hún
væri jafngóð og hin hvíta. Hann kvaðstmundi gefa
penny minna fyrir pundið, allt hið sama, hvort hún
væri einlit, mórauð, svört, grá, eða allt í graut.
það verður því ekki hagur að afla mislitrar ullar
til að selja hana út úr landinu.
Jeg bað hann að lofa mjer að sjá verksmiðjurnar,
þar sem íslenzka ullin er unnin, og leyfði hann það.
J>angað fór jeg 21. okt. Staðurinn heitir Clayton,
skammt fráBradford. Fyrst kom jeg þangað, sem ullin
var þvegin og kembd. Aðferðin við þvottinn var sú