Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 100
GO
fyrst gengur gegn um, eru kambarnir grófir og tann-
gisnir. Pegar lopinn er farinn dálítið að greiðast, er
hann kembdur í vjelum, sem hafa pjettari kamba, lík-
ari hárgreiðum. Ein vjelin hjer hafði það hlutverk, að
aðskilja langa ull frá stuttri. Það fer fram á líkan
hátt og þegar lopinn er skilinn frá undankembu í tog-
kömbunum íslenzku, nema hjer gerir vjelin það allt
saman ; lopi og undankemba renna hvort í sitt pjátur-
ílát. |>egar nokkrar vjelar, hver optir aðra, eru búnar
að greiða ullina sem bezt má verða, er hún látin ganga
gegn um þessa aðskilnaðarvjel. I lopanum lendir allt
tog og hið lengst.a af þelinu. Undankembuna kalla
Englendingar noils. í henni eru ekki lengri hár en svo
sem 1—1V2 þuml., að því er mjer sýndist.
J. Benn & Co. vinna að eins úr lopanum. Undan-
keraban er seld til Ameríku, eða að minnsta kosti nokk-
uð af henni; þar kvað vera unnið úr henni klæði. Lop-
anum er blandað saman við ýmsar aðrar fínni ullarteg-
undir, svo sem moliair, alpaca, og, ef til vill, fleiri.
J>essi blandaði lopi er enn kembdur; síðan er þrýst á
hann litum (printed) í vjel, sem til þess er gerð, verð-
ur hann þá allur þverröndóttur. f>á er hann enn
kembdur; þverrandirnar verða að jöfnum kyrningi; hann
tognar og mjókkar smátt og smátt, svo mjer sýndist
vart hægt að segja hve nær hann byrjaði að heita band.
Loksins er hann til fulls spunninn í fínan þráð og ívaf.
Ein gufuvjel hreyfði allar vjelar þær, er jeg hefi nefnt,
og hafðar voru t,il að þvo, kemba og spinna ullina.
í annari byggingu rjett bjá, var allt ofið, sem búið
var að vinna á undan í hinu húsinu. í einni vinnu-
stofu gengu 560 vefstólar. Mjer sýndist sem stofu þá
mundi eigi skorta mikið á vallardagsláttu; það hefir
samt hlotið að vera missýning, því að jeg er viss um,
að hvor vefstóll hefir ekki þurft meira rúm að meðal-
tali en svo som einn ferhyrndan faðm, að meðtöldnm
gangveginum milli þeirra. Ein gufuvjel hreyfði alla vef-