Andvari - 01.01.1886, Side 101
61
stólana. Einn verkmaður getur stundum sjeð um 2
vefstóla, en aptur er maðurinn af með suma. Dúkarn-
ir, sem þarna voru ofnir, eru fínir hárdúkar eða hár-
„töj“, líkt því sem hjer fæst í búðum, og haft er í
svuntur o. fi. Líklogt er, að dálítið af íslenzku ullinni
fiytjist til íslands aptur í dúkum þessum.
Jeg get ekki sagt, að jeg tefði neitt á neinu verk-
stæðinu; jeg gat ekki einu sinni talið, hve margar vjel-
ar að hafðar voru til að kemba ullina hver eptir aðra
í kerfinu (set), því að „settin“ eða kerfin voru svo mörg.
Ætti annars að lýsa verksmiðjum þessum svo greinilega,
að sá, sem aldrei hefir sjeð neitt líkt, gæti hjer um bil
skilið eða gert sjer greinilega hugmynd um þær, þá
þyrfti að rita um þær langa bók með myndum til skýr-
ingar. fað dró úr þeim iitlu notum, sem jeg hefði
getað haft af þessari heimsókn, að vart er hægt að tala
svo hátt, að heyra mogi, fyrir hávaðanum í vjelunum.
Enn sýndi Briggs mjer afarstórt vörugeymsluhús.
Þar var ull af ýmsu tagi í sekkjum svo þúsundum skipti,
svo að húsið rúmaði það ekki í þann svipinn. Úti voru
háir hlaðar af ullarsekkjum og hlaðnir járnbrautarvagn-
ar undir vatnsheldum seglábreiðum. Kvísl af járnbraut
lá fast heim að húsinu. Briggs vildi teija mjer trú um,
að hann keypti mestan hlut hinnar íslenzku uilar, fyrir
utan allt, sem hann keypti af öðrum ullartegundum, og
kvaðst nú hafa birgðir svo miklar af íslenzkri ull, að
hann þyrfti ekki að kaupa hana fyrst um sinn. Jeg
sagði að þá mættum við til með að útvega nýjan mark-
að fyrir hana.
Jeg lagði spurningar mínar um ullarverkun, meðal
annara, fyrir Oddy, Turner & Co. í Bradford. |>eir eru
ullarmiðlarar og kváðust verzla með íslenzka ull. J>eir
rjeðu til, að ullin væri sond óþvegin til Englands, því
að fyrirhöfnin við vinnslu hennar þar yrði engu meiri;
hún mundi jafnvel þvost betur, ef hún kæmi með þeirri
sauðfitu, sem henni er ásköpuð, heldur en ef hún væri