Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 102
62
svipt henni í þvottinum á íslandi. Þeir sögðu, að ullin
frá Ástralíu væri flutt til Englands að meiru leyti <5-
þvegin, eða eitthvað 6—7 sekkir af hverjum 10; flutn-
ingsgjald væri minna fyrir hana en þvegna ull; líklegt
væri, að einnig mætti fá nokkra lækkun á því, hvað ís-
lenzka ull snerti, ef farið yrði að flytja hana til muna
óþvegna til Englands.
|>annig ræddi jeg mál þetta við ýmsa fleiri en lijer
eru nefndir, og lagði einkum áherzlu á það, hvort betra
væri, að senda ullina óþvegna eða þvegna. Skoðanir
þeirra urðu mjög dreifar um það. Fleiri hygg jeg, að
þeir yrðu samtals, sem álitu rjettara, að hún kæmi til
Englands óþvegin.
Sápa sú, sem höfð var til að þvo úr ullina í Brad-
ford, sýndist mjer líkust að útliti sápu þeirri, sem al-
þekkt er lijer á landi og ýmist er nefnd, blautasápa,
grænsápa eða lýsissápa. Jeg get auðvitað ekki fullyrt,
að hún sje gerð af sömu efnum.
Einn daginn, sem jeg var í Bradford, fór jeg að
hitta sápugjörðarmann nokkurn, sem G. C. Sim hafði
vísað mjer á. Sá heitir David Salmond. Jeg sá hjá
honum tvær tegundir af ullarsápu þessari. Meðan hún
er ný, sýnist hún öll jafndökk á litinn, en glær að bera
hana upp við birtuna. fegar hún er geymd, sjást í
lienni hvítleitar örður; þær kallaði hann figs (eiginlega
fíkjur), og kvað sápuna betri, eptir að hún tæki þess-
ari breytingu, en áður. Betri tegundina kallaði hann
Gallipoli Soap. 1 pund af benni þarf til að þvo 17—
18 pund ullar, auðvitað eins og ull er á Englandi.
Lakari sápuna kallaði hann Crown Soap (frb. krán sdp).
1 pd. af henni þarf til að þvo 14—15 pd. ullar.
Eptir því, sem hann sagði mjer um verðið, og jeg
gizka til um flutning o. fl. á sápunni, þá kostar hún í
100 pd. af þveginni ull hjer um bil kr. 1,80. Jeg geri
ráð fyrir, að ullin hafi Jjetzt um við þvottinn, og