Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 103
63
1 pd. af betri sápunni liafi verið haft á 18 pd. af ó-
þveginni ull.
Enn býr hann til hvíta, barða sápu; bún er fínni
og dýrari en báðar binar tegundirnar og böfð til að
þvo úr henni mohair, alpaca, silki o. s. frv. Jeg beli
ekki enn haft tækifæri til að láta reyna sýnishorn þau
af sápum þessum, sem bann gaf mjer til þess.
Maður þessi þarf mikið af tólg til sápugjörðar sinnar,
ogkallar hann sig því einnig tólgar-kaupmann. 23. okt.
næst liðinn kvaðst hann gefa tæpa 23 aura fyrir danskt
pd. af nautatólg, og rúma 24 a. fyrir sauðatólg. Sauða-
tólgin var frá Ástralíu. Mjer virtist hún mjög lík ís-
lenzkri sauðatólg, þegar hún er sem bezt verkuð. Ef
íslendingar vildu verzla við þennau sápugjörðarmann
eða annan, væri mjög handhægt að borga sápuna með
tólg — það mætti renna tólg í sápufötin. En það
borgar sig nijög illa, að senda tólg á þeunan markað,
eins og hann var 23. okt. f. á. Til þess að fá góða
tólg, sagði bann að þyrfti að þvo mörinn vandlega ;
hann þyrfti að vera hreinn og nýr, ef tólgin ætti að
verða góð.
£>að var eklci beinlínis erindi mitt til Englands, að
skoða tóvinnuvjelar, eða komast eptir um verð á þeim.
Samt áleit jeg rjett að nota tækifærið, er Eastwood
bauðst til að gefa mjer meðmælingarbrjef til húsbænda
sinna, Platt Brothers & Co. í Oldham nálægt Manchester,
og þáði boðið.
24. okt. fór jeg frá Bradford til Manchester. Dag-
inn eptir var sunnudagur, ogvarðþáekki aðliafzt, nema
hvað jeg fór að hitta enskan embættismann, sem jeg
hefi fylgt og túlkað fyrir optar en einu sinni á íslandi.
Hann tók mjer mæta vel, lofaði að láta einn af undir-
mönnum sínum fylgja mjer til Oldham daginn eptir til
að leiðbeina mjer.
Daginn eptir, 26. okt., fór jeg til Oldham með hin-
um enska fylgdarmanni. Jeg mun skýra frá þeirri ferð,