Andvari - 01.01.1886, Page 104
64
er jeg minnist á tóvinnuvjelarnar. Við komum aptur
til Manchester um kvöldið. Að öðru leyti rak jeg ekki
erindið í Manchester.
Til London fór jeg 27. okt. Pangað fór jeg ein-
göngu fyrir sjálfan mig. Reyndar tel jeg víst, að eitt-
hvað hefði mátt gera þar í hag fyrir íslenzka ull eða
tóvöru úr heuni; en London er svo stór borg, að það
er erfitt fyrir ókunnugan mann að átta sig þar á stutt-
um tíma. Kunningi minn sá, er bauð mjer að vera
með sjer þar, var enginn kaupmaður og lítið leiðbein-
andi í þessu efni.
Seinasta okt. fór jeg frá London til Cambridge.
Pangað vildi jeg koma meðfram vegna þess, að jeg vissi,
að frú Sigríður Magnússon mundi geta gefið mjer góðar
upplýsingar um íslenzka tóvöru og verzlun með hana.
A þetta minnist jeg seinna.
í Cambridge dvaldi jeg þrjár nætur. Jeg naut ís-
lenzkrar gestrisni í húsi meistara Eiríks Magnússonar
og konu hans frú Sigríðar. Þaðan fór jeg 3. nóv. til
Manchester, en tafði nokkurn hlut dagsins í Sheffield.
Daginn eptir tafði jeg í Manchester; fór þaðan til Brad-
ford 5. nóvember, og var þar enn einn dag um kyrt.
þar fjekk jeg brjef frá manni einum , sem
jeg hefi verið með á íslandi. Jeg var búinn að
skrifast á við hann um erindi mitt til Englands, þegar
jeg var í Bradford í fyrra sinn. Hann sendi mjer nú
meðmælingarbrjef til ullarmiðlara í Liverpool, er heita
Hughes & Isherwood ; taldi þá áreiðanlega verzlunar-
menn, og hvatti mig mjög til að finna þá. G. C. Sim
kom mjer enn í kynni við einn ullarkaupmanninn. Sá
heitir John Virr. Hann kvaðst fyrrum hafa verziað
með íslcnzka ull, en ekki gera það nú sem stæði.
Hann kvað það óefað miklu rjettara, að þvo íslenzka
ull, eins og að undanförnu, og gera það svo vel, sem
hægt væri, eins og þar sem hún er bezt þvegin á land-
inu. Óþvegin ull væri svo vandsjeð, svo miklu mis-