Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 105
65
jafnari að þyngd en þvegin ull; kaupendunum mundi
fækka; þeir yrðu ragari, og verðið mundi lækka meira
en tilvinnandi væri fyrir seljanda. Hann hvatti mig
mjög að fara til Liverpool, og vísaði mjer á miðlara
þar, er heita J. L. Bowes & Brothers. Hann taldi þá
áreiðanlega viðskiptamenn.
Pegar jeg fór alfarinn frá Bradford, 7. nóv., rjeð
jeg það af, að bregða mjer til Liverpool. Maður sá, er
jeg átti tal við, á skrifstofunni hjá Bowes (sjálfur var
hann ekki við), rjeð frá því, að ullin væri flutt út frá
Islandi óþvegin, hvort sem hann hefir tekið þetta eptir
John Virr,— hann hafði skrifað þangað á undan mjer—
eða það hefir verið hans eigin sannfæring. Hann bætti
því við, að sú ull, sem einkum keppir við íslenzka ull
á markaðinum, t. d. rússnesk o. fl., sje æfinlega þvegin,
og víst mundi kaupendatalan minnka, ef óþvegin ull
væri á boðstólum. Pað yrði því mestur hagurinn fyrir
kaupanda, er hann fengi ullina fyrir lægra verð. Hann
kvað J. L. Bowes selja mikið af íslenzkri ull til
Ameríku.
Jeg talaði einungis við Isherwood, því að fjelagi
hans var ekki heima. Isherwood er einn af þeim, sem
ráða til að senda uilina til Englands óþvegna. Hann
færir fyrir því öil hin sömu rök og aðrir hafa gert, og
enn það, að ef hún væri seld til Ameríku, þá yrði vit-
und lægri tollurinu á henni þar, en á dýrari ull. Toll-
ur á ull í Ameríku er 5 cents á ensku pundi, ef það
er keypt á Englandi fyrir 6 pence (= 45 aura eða danskt
pd. 50 a.) eða meira, en að eins helmingur, eða 2 72cent,
hafi ullin verið keypt fyrir minna en 6 pence. Nú er lík-
legt, að íslenzk ull óþvegin yrði heldur fyrir neðan 6
pence, og gætu kaupendurnir sjer að skaðlausu borgað
hana vitund betur að eins samt, á meðan hún kæmist
ekki í 6 pence pundið.
Ef talið er, að ullin ljettist um 73 við þvottinn,
Andvari XII.
6