Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 106
66
þá er hægt að komast hjá x/r hlut tollsins, með því móti,
að senda hana óþvegna, t. d.
100 pund þvegin, 5 cts. í toll, gera . . 5 doll. » cents
150 — óþvegin, 2 72— - —, — . . 3 — 75 —
Mismunurinn er 1 — 25 —
eða rjettur V4 af 5 dollars. Einn dollar er um
kr. 3,75.
Isherwood kvað Ameríkumenn vandhittari og mis-
jafnari ullarkaupendur en Englendinga; stundum vildu
þeir ekkert kaupa, en stundum væru þeir ekkert sjer-
lega sýtingssamir með að gefa fyrir, ef svo stæði á; það
væri komið undir þörf þeirra í þann og þann svipinn.
Islierwood hjelt, að þeir fjelagar seldu til Ameríku,
sjálfsagt helming af allri þeirri ull, sem út er flutt frá
íslandi. Jeg sagði honum, að maður einn í Bradford
hefði sagzt vinna mestan lilut hennar; annar maður þar
heföi sagt líkt, þó að hann tæki ekki eins djúpt í ár-
inni; þriðji maðurinn hefði sagt mjer, að hann seldi
mikið af íslenzkri ull til Ameríku, og nú væri hann sá
fjórði, og hann seldi helftina af henni tilAmeríku. Hann
brosti, og sagði að þeir mundu ekki hafa vitað betur.
fess má geta, að sumt af ullinni verður tvítalið,
því jeg veit, t. d. að J. Benn &' Co. vinna að eins það
lengsta af ullinni, en Hughes & Isherwood selja, ef til
vill, undankembuna til Ameríku. Heyrt hefi jeg og þess
getið, að önnur ull en íslenzk væri stundum seld sem
»íslenzk ull». Pað er auðsjeð, að þetta hlýtur að auka
»íslenzka ull», en að það bæti orðróm þann, er hún
hefir á markaðinum, það er efamál, því að ekki mun
skipt um nafn á vöru, nema til þess, að hún gangi bet-
ur út, og þá verður að gefa henni nafn á vöru, sem
hefir betra orð á sjer1. Hjá þessu yrði komizt, of ullin
væri send beint frá íslandi til Englands.
1) „Lítil varningsbók11 eptir Jón Sigurðsson. Kmh. 1861,
bls. 45. segir : „Til Kaupmannahafnar flyzt einnig töluvert af