Andvari - 01.01.1886, Page 107
67
Sama kvöldið fór jeg frá Liverpool til Nýjakastala,
og var þar um kyrt sunnudaginn. Þann 9. nóv. fór
jeg norður til Kelso í Skotlandi, og daginn eptir til
Edínaborgar og þaðan til Leitb. Krókinn til Kelso fór
jeg fyrir mig.
í Bradford komst jeg að því, að í Leith eru ullar-
miðlarar, er nefna sig Adam, Sons & Co. |>eir hafa
umboðsmann í Bradford. Jeg ætlaði nokkrum sinnum
að hitta hann, en fann hann aldrei á skrifstofunni. Nú
fór jeg að leita uppi húsbændur hans í Leith. Ef ís-
lendingar vildu senda ull með póstskipum til Englands,
þá eru miðlarar þessir hentuglega settir til að taka á
móti henni og selja hana fyrir þá. Jeg talaði við Adam
um erindi mitt til Englands. Hann kvaðst verzla með
íslenzka ull, en ekki var hann viss um það, hvort hana
skyldi senda þvegna eða óþvegna á markaðinn, taldi
bezt að byrja það með litlu sýnishorni, svo sem 100
sekkjum (!).
Póstskipið »Laura» átti að leggja af stað frá
Granton þ.12. nóv., en fór ekki fyr en þ. 14. að morgni.
Með því tók jeg mjer far til íslands. Perðin gekk
vel að heita mátti. Töfin á Færeyjum, á 3 höfnum,
varaði 4 sólarhringa, en einn daginn varð ekki sldpað í
land fyrir hvassviðri. pað varð ekki heldur komið við
í Vestmannaeyjum fyrir hvassviðri. Skipið kom á Reykja-
víkurhöfn kl. ö1/^ e. h. þ. 22. nóv.
Mjer leið vel á ferðinni yfir höfuð að tala; mjer
var alstaðar tekið vel, hvort sem jeg hitti gamla kunn-
ull frá Rússlandi, og er sumt af þeirri ull ekki fjelegt sýnum,
þellítið og fullt af illhærum ; en þessi ull er stundum eignuð
íslandi, og seld sem íslenzk ull, því „góð eru börn til blóra",
og þess vitum vjer dæmi fyrir skömmu síðan. jpetta höfum
vjer af því, að vanda ekki meðferð á varningi vorum, að ann-
ar, sem er enn verri, getur gengið undir voru nafni, og spillt
enn meir því orði, sem á islenzkum varningi liggur“.
6*