Andvari - 01.01.1886, Page 108
68
ingja, er jeg hefi vorið með á íslandi, eða jeg hitti alls
óþekkta menn.
Englendingar eru svo mikil verzlunarþjóð, að ekki
var hægt að tala við þá um verkun og meðferð á ull,
nema minnast á verzlunina jafnframt, enda varð ekki
hjá því komizt, opt og tíðum, að talið leiddist að henni.
J>eir hjeldu, að jeg væri verzlunarmaður, og ferðaðist
eingöngu í verzlunarerindum. Jeg neitaði því, gaf þeim
nafnseðil (Visitkort) minn, en á honum stóð: »Túlkur
og fylgdarmaður», enda þótt jeg ekki væri það þá. Jeg
sagði sem var, að jeg væri sendimaður bænda, og ætti
að fá leiðbeiningar í Englandi um ullarverkunina, eink-
um þar, sem ullin væri unnin, því að þeir, sem hana
vinna, ættu bezt að geta sagt um, hvernig þeir vilja
láta búa hana sjer í hendur.
Sumir þeir, sem jeg átti tal við, furðuðu sig mjög
á því, að mest öll ullin frá íslandi væri flutt fyrst til
Kaupmannahafnar og þaðan til Englands. |>eir álitu,
að flutningskostnaðurinn tvöfaldaðist með þessari að-
ferð, því flutningskaupið milli Kaupmannahafnar og
Englands mundi vera viðlíka og fráíslandi til Englands,
eða milli fslands og Kaupmannahafnar; einhver hlyti
ávallt að bera þann kostnað ; hann hlyti að draga úr
hagnaðinum eða auka skaðann, en gæti á hinn bógiun
ekkert gott haft í för með sjer; ullin gæti ekki batnað
í meðferðinni. Jeg sagði, að ullin væri ílutt til Kaup-
mannahafnar á skipum þeim, sem þaðan ganga til ís-
lands með útlendu vörurnar; að öðrum kosti mundu þau
opt mega fara hálftóm til baka, kostnaðurinn við þá
ferðina væri því opt enginn eða mjög lítill. Á hinn
bóginn varð jeg að játa það, að rjettara væri að senda
hana beint frá íslandi til Englands, ef því yrði komið
við1.______
1) Fptir Skýrslu Simmelhags & Eolms (sbr. ísafold