Andvari - 01.01.1886, Síða 109
69
Miðlarar, sem jeg átti tal við, kváðust fúsir á að
selja ull fyrir Islendinga, kvort heldur bændur vildu
senda hana sjálíir, eða kaupmennirnir. Suma þeirra
spurði jeg eptir söiuskilmálum. Skilmálar þeirra eru
lítið eitt misjafnir að formi, en kostnaðurinn við að
láta þá selja getur samt sem áður orðið áþekkur. Oddy,
Turner & Co. í Bradford kváðust taka eptir vigt, x/i
penny fyrir pundið, og borga sjálfir fyrir geymslu vör-
unnar, meðan hún iiggur óseld, svo og ábyrgðargjald og
allan kostnað, nema flutninginn til Bradford. Miðlar-
arnir, sem jeg talaði við í Liverpool, kváðust taka í
sölulaun 1%. en seljandi borgaði geymslu, ábyrgð o. s.
frv. Söluskilmálar hjá Adam, Sons & Co. í Leith virt-
ust mjer engu beztir, eptir því sem jeg skil þá.
Það væri víst til bdta, að viðskipti íslands og Eng-
lands þyrftu ekki að ganga eins mikið gegn um Kaup-
mannahöfn, eins og að undanförnu. Einkum mun það
samt vera álnavarningur, sem sendur er frá Englandi
til Kaupmannahafnar og þaðan til íslands. Eað er d-
skiljanlegt, að sú lykkja á leiðinni geti verið nokkrum
til hagnaðar, nema þeim, sem flytja vörurnar á milli.
Óskandi væri, að þetta lagfærðist smátt og smátt.
Af því, sem að framan er sagt, má sjá það, að
Englendingar, sem vinna íslenzku ullina, álíta það sama
fyrir sig, hvort þeir fá hana þvegna eða dþvegna, að
því er snertir fyrirhöfn við þvott og vinnslu ullarinnar
í tdvjelunum á Englandi. E’votturinn hjer á landi kem-
ur því að engum notum í því tilliti, og sje hann mjög
illa af hendi leystur, getur hann verið til skemmda.
Þetta er kunnugt hjer á landi. Jeg hefi heyrt kvartað
um það, að ef illa tækist að þvo ullina í fyrsta sinn,
XIII. 7.) heíir næstliðin 2 ár rúmur '/6 af ullinni farið beina
leið til Englands.