Andvari - 01.01.1886, Síða 110
70
þá væri varla hægt að gera hana bragðlega í öðrum
þvotti, hversu vel sem hann væri vandaður. J>etta hlýt-
ur samt að vera mest undir því komið, að hverju leyti
fyrra þvottinum var ábótavant.
Jeg veit annars ekki til, að Englendingar geti af
eigin reynslu mikið sagt um íslenzka ull óþvegna; hún
hefir mjög lítið flutzt þangað, að því mjer er kunnugt.
En það kemur fyrir, að þeir álíta hana óþvegna, þótt hún
að nafninu sje þvegin hjer; að minnsta kosti talaði jeg
við einn mann í Bradford, sem hafði þessa skoðun.
Upplýsingar þær eða ráðleggingar, sem jeg hefi getið
hjer að framan, eru þannig tilgátur þeirra, og munu
einkum miðaðar við það, sem þeir vissu og höfðu
reynslu fyrir um þvegna og óþvegna ull frá Ástra-
líu og víðar að. í*að er sennilegt, að hver þeirra
fyrir sig hafi sagt eins og hann áleit rjettast, þótt skoð-
anir þeirra yrðu opt gagnstæðar, sem fyr er sagt, er
þeir ekki höfðu reynsluna fyrir sjer, enda skoðuðu málið
hver frá sinni hlið; einn lagði mesta áherzlu á þetta,
annar á hitt. íslenzk ull er líka svo ólík ílestum öðr-
um ullartegundum, að ólíldegt er, að sama meðferð geti
átt við hana, jafnvel áður en að vinnslunni sjálfri
kemur.
Víst væri það bezt fyrir Englendinga, að fá ullina
óþvegna; reyfið af hverri kind í böggli út af fyrir sig.
fá getur kaupandinn verið viss um, að ekki er búið að
velja það bezta úr reyfinu, en tæpast að öðrum kosti;
þá getur hann sjálfur látið aðskilja hana eptir gæðum,
eins og bezt á við til þess, scm hann ætlar að láta
vinna úr henni, en það er einmitt að miklu leyti komið
undir þeirri aðgreiningu, að hægt sje að vinna góða vöru
úr ullinni. Þvegna ull er ekki hægt að solja í hoilum
reyfum; hún blandast öll í þvottinum. |>að væru því
mjög mikil meðmæli með óþvegnu ullinni, ef hún bæri
það með sjer, að ekkert væri búið að velja úr henni,
og ætti þá að fást hærra verð fyrir hana að sínu leyti.