Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 111
71
Óþvegin ull frá Ástralíu kemur þannig í lieilum reyfum
til Englands. Hvert reyfi fyrirsig er breitt á borð,sem
til þess er gert (sorting board), og aðgreint í margar
tegundir. Langa æfingu þarf til að geta gert það rjett
og nákvæmlega.
J>eir, sem íslenzku ullina vinna, hvort heldur það
er á Englandi, í Ameríku eða annarstaðar, hafa svo
fullkomin áliöld til þess, að þeir geta einlægt unnið eitt-
hvað úr henni, nærri því að segja hvernig sem hún er,
þótt það verði sjálfsagt mjög misjafnt eptir ullargæðun-
um. íslendingar þar á móti hafa svo ófullkomin verk-
færi, að þeir geta vart unnið notandi vöru, nema úr
góðri ull. Af þessu leiðir það, að minnsta kosti með-
fram, að á útlenda markaðinum er ekki gerður eins
mikill verðmunur á lökustu og beztu íslenzkri ull, .eins
og hinurn íslenzka seljanda finnst að ætti að vera, og
er þó verðmunur þessi enn þá minni eða enginn hjer á
landi. íslenzka seljandanum kemur því ekki til hugar,
að selja beztu ullina sína, til þess að fá hærra verð fyrir
hana, ef hann á annað borð vinnur nokkra ull á heim-
ili sínu. fað væri líka rangur reikningur, roeðan verzl-
un og iðnaður eru í því ástandi, sem nú er.
í>ó að farið yrði til þess, að aðgreina ullina hjer á
landi eptir gæðum, þegar það er hægast, eða um leið
og hún er tekin af kindinni, þá hygg jeg, að sú að-
greining svaraði ekki kostnaði, kæmi ekki að tilætluð-
um notum, vegna þess, að óhugsandi er, að margar
þúsundir seljanda, liver á sínum bæ um allt land, gætu
orðið svo samhuga um aðgreininguna, að þeir hittu allir
á sömu regluna fyrir henni. Jeg hygg og, að ómögu-
legt væri að gefa þá reglu, sem gilt gæti um allt land,
því þótt hjer á landi sje reyndar ekki nema eitt fjár-
kyn, þá er sauðfjeð samt svo mismunandi, og ólíkt að
ullargæðum og?ullarlagi, að ein regla gæti ekki gilt um
það allt saman.
Sú eina aðgroining, sem hugsanlegt væri að fram-