Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 113
73
setn er í heilum reyfum, ogmeð sjerstöku merki. Hitt,
sem ekki heldur sjer í heilum reyfum, og sem búið er
að velja úr það bezta, ætti að hafa í öðru lagi og með
öðru merki.
Þá þarf og að reyna sem flesta markaði. Einkum
hygg jeg, að flutningur á íslenzkri ull til Arneríku sje
að aukast. Liverpool og Glasgow liggja einna bezt við
þeirri verzlun, því að frá þessum borgum munu vera
einna tíðastar samgöngur til Ameríku.
fað væri líka æskilegt, að framleiðendur vörunnar
og njótendur gætu haft nánari kynni hvorir af öðrum,
en verið hefir, að því leyti sem slíkt getur átt sjer stað.
Jeg held að það hefði góð áhrif á vöruvöndunina; bæði
er það, að framleiðandinn dirfist síður að láta af hendi
vonda eða svikna vöru, rjett upp í opið geðið á njót-
andanum, og líka hitt, að hann getur sjálfur bezt sagt
til, hvernig hann vill hafa vöruna; þeir ættu, gegn um
sem fæsta og liðugasta milliliði, að koma sjer saman
um, hvað mikið hvor þeirra vinnur að vöruverkuninni
þannig, að báðum geti orðið það sem haganlegast.
Það er með verzlun, eins og hvað annað. Reynsl-
an verður að kenna kaupanda og seljanda, hvernig við-
skipti þeirra geti orðið þeim báðum sem arðsömust.
Að eins verða þeir að lofa reynslunni að njóta sín; þeir
verða að reyna allt það, er bóta má af vænta. Ef öllu
er sífellt haldið í sama horfinu, verður ekkert ágengt.
fogar nú þannig má búast við því, að þvo þurfi
eins og að undanförnu meiri hlut ullar þeirrar, sem út
er flutt af íslandi, þá er sjálfsagt að vanda allan ullar-
þvott, svo vel sem kostur er á. Eyrst og fremst vegna
þess, að bændur nota sjálfir nokkuð af ullinni til vinnu
á heimilunum — þeir vilja þó líldega vanda þvott á því
eins og þeir geta bezt —. í öðru lagi vegna þess, að
íslenzk ull kemst aldrei úr þeirri niðurlægingu, sem hún