Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 114
74
nú er í á útlendum markaði, nema öll meðferð á henni,
einkum þvotturinn, verði betur vandaður en gert hefir
verið víða hvar að undanförnu, því að það er sannfær-
ing mín, að hún sje sumstaðar beinlínis skemmd í þvott-
inum, þótt dálítið minnki í henni óhreinindin og hún
ljettist í vigtina. Nú tel jeg víst, að hjá mörgum valdi
þekkingarskortur þessum óvandaða þvotti. Fyrir því
set jeg seinna í ritgjörð þessa nokkrar bendingar um
ullarþvott o. fl. þar að lútandi.
í aprílmánuði f. á. kom út bók á Englandi, sem
heitir: »T h e s t r u c t u r e o f t h e WOOL FIBRE,
in its relation to the use of wool for technical
purposes» o. s. frv. Á íslenzku mætti nefna hana:
»Bygging ullhársins, og samband hennarvið afnot ull-
arinnar til iðnaðar». Bók þessi er eptir Dr. F. H.Bow-
man, meðlim margra vísindalegra fjelaga og iðnaðarfje-
laga. XVIII + 366 bls. í stóru 8 bl. broti. Þretn
mánuðum síðar eða í júlí 1885 birtist önnur útgáfa
bókarinnar, og sýnir það, hversu Englendingar og Ame-
ríkumenn hafa álitið sjer hana þarfa, því slík bók er
ekki keypt til gamans. Bókin er 5 fyrirlestrar, sem
höfundurinn hjelt í fyrra vetur á iðnaðarskóla (Techni-
cal College) í Bradford og víðar.
Höfundurinn brýnir skýrt og skorinort fyrir lesanda,
að það sje ómissandi fyrir iðnaðarmanninn — hjer þann,
sem úr ullinni vinnur —, að þekkja nákvæmlega efni
(raw material) það, ullina, er nota skal til iðnaðarins.
fessi þekking leiðbeini til að velja það og það efni,sem
bezt á við til hvers einstaks iðnaðar. Einkum leiðbeini
hún til að velja rjett efni þau (sápur, olíur, liti o.s.frv.),
er hafa skulu áhrif á ullina í vinnslunni, og sje sú bezta
leiðbeining til að fara rjett með ullina frá upphafi til
enda. Tekur fram, að á fyrri stigum vinnslunnar sje
ull og band opt svo skemmt, að ómögulegt sje að gera