Andvari - 01.01.1886, Side 115
75
úr pví fallega dúka á eptir, og komi þetta opt fram í
lituninni. Segir til dæmis (bls. 7), livernig tveir iðn-
aðarmenn (verksmiðjueigendur) unnu báðir úr sömu ull-
inni band, svo misjafnt að gæðum og útliti, að furðu
gegndi. Ullin var mjög falleg, með miklum gljáa (lustre),
og hjelt bandið að miklu leyti þessum sömu eiginleg-
leikum hjá öðrum þeirra, en hjá hinum tapaði það þeim
að mestu. fað var fyrir ranga aðferð við þvottinn á
ullinni.
Síðan lýsir höfundurinn ýmsum hártegundum og
ullartegundum, svo og dýrum þeim, sauðfje o. s. frv.,
sem þær vaxa á; myndir fylgja til skýringar. fá er
langur kafli um sjálft ullhárið, byggingu þess eða sköpu-
lag. Ömögulegt er að rannsaka slíkt, nema með sterk-
um sjónauka (microscope). Myndir í bókinni af hárum
o. fl., eins og þau líta út í sjónauka (mikroskópiskar
myndir) eru allt að 450 sinnum stærri en það, sem þær
eru af.
Eins og höfundurinn skýrir nákvæmlega frá »me-
kaniskri» samsetning eða bygging ullhársins, þannig
skýrir hann og frá »kemiskri» eða efnafræðislegri sam-
setning þess, hvernig bæði þessi atriði, sitt í hvoru
lagi og í sameiningu, gera það mögulegt, að lita ullina,
hver áhrif ýmsir litir hafa á hana og hvert er eðli
þeirra. Hann skýrir á vísindalegan hátt, hve nauðsyn-
legt það sje, að hafa hreint vatn í litina; í því má
hvorki vera kalk, járn, nje brennisteinn, ef litirnir eiga
að takast vel; bezt er hreint regnvatn eða snjóvatn.
Af því jeg álít fróðlegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir
alla þá íslendinga, sem meira og minna þurfa að fara
með sauðfje og ull, að vita lítið eitt um byggingu ull-
hársins, set jeg hjer innihald úr einum kafla bókarinnar
í svo fáum oröum, sem mjer er unnt.
Rót sú eða frjóangi, sem hárið sprettur upp af,