Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 116
76
nefnist „hárkímu; það er rjett undir skinninu í botni
bárbelgsins, sem svo er kallaður. Þaðan sprettur hárið
upp úr kárbelgnum og gegn um skinnið. Hárið (eins
mannshár o. fl.) er allt sett saman eða byggt af undur
smáum ögnum eða blöðrum með ýmsri lögun, sem
kallaðar eru „hársellurU1. Pær eru sameinaðar á ýms-
an hátt þannig, að þær mynda hárið. Höfundurinn
kveðst hafa talið, í sárinu á mannshári, sem skorið var
sundur þvert yfir, allt að 1500 »sellum»; þær sjeu að
jafnaði x/400 úr þumlungi á lengd, og verða þá um
600,000 »sellur» í hverjum þumlungi af lengd hársins.
Það má líkja hárinu við stöngul sumra jurta. Innst er
mergurinn; þar eru »sellurnar» lausar í sjer, hjer um
bil hnöttóttar, og fylltar nokkurs konar fitukenndum
vökva. í meginefni hársins, milli mergsins og yfirhúð-
arinnar, eru »sellurnar klemmdar þjettara saman og
orðnar flatar og aflangar, en yzt mynda þær yfirhúð
hársins; »sellur» þær, sem hún er sett saman af, eru
reyndar ekki lengur neinar »sellur», heldur flatar, sljettar
og hornkenndar flögur, er leggjast hver fram á aðra,
eins og hreistur á fiski eða þakhellur á húsum. Kótin
á hreistrinu veit niður að skinninu, eða rót hársins.
|>að er eiginlega þetta hreistur, sem gerir það, að gljáir
á hár og sumar ullartegundir.
Munurinn á hári og ull, eða togi og þeli liggur að
mestu leyti í því, að hreisturflögurnar á hári og togi
eru kringlóttari, og eru fastar við legginn á breiðari
rót, en á ull og þeli; þar eru þær afiangar; rótin, sem
þær eru fastar á við legginn, er miklu minni partur af
allri umgjörð flögunnar, og eru þær þannig miklu laus-
ari við legginn en á hári og togi, enda lyptist efri endi
þeirra lítið eitt frá leggnum, svo það verður líkt að
1) Jeg felli mig ekki við )>au íslenzku orð, sem jeg man eptir
og mynduð haía verið til að ]>ýða útlenda orðið : Celle, og nota
það því óbreytt í ritgjörð þessari.