Andvari - 01.01.1886, Side 117
77
horfa á röð hársins í góðum sjónauka, eins og sagar-
fcennur. Meðan ullin er á kindinni, eru allar ójöfnur á
hárinu fullar af sauðfitu og óhreinindum. jÞegar búið
er að taka ullina af kindinni, þvo úr henni sauðtitu
alla og óhreinindi, og kemba hana, svo mörg af hárun-
um hafa endaskipti við það, sem var á kindinni (þau
liggja ntilfætis-), þá krækjast oddarnir á hreisturflögun-
um hvorir á aðra, og sameina þannig hvorfc hárið við
annað, það er að segja: ullin flóknar, eða rjettara að
segja, þófnar. þessi eiginlegleiki ullarinnar er mjög
gagnlegur. Fyrir hann er það, að hægt er að spinna
úr þelinu seigt band, þótt livert einstakt bár í því sje
styttra en í toginu, að hægra er að þæfa tóvöru, sem
unnin er úr þeli en þá, sem unnin er úr togi, og að
tóvaran úr þeli verður hlýrri, og margt fleira mætti
telja.
Annar eiginlegleiki ullarinnar hjálpar mjög til hins
satna. Hann er sá, að hún er hrokkin líkt og band,
sem hefir verið prjónað, en rakið upp aptur. fessir
þrír kostir fylgjast jafnast að á góðri ull: 1. Fínleiki.
Til að ákveða hann, er þvermál hársins mælt með á-
haldi, sem heitir á útlendu máli »míkrómeter», og haft
er til afar-smágerðra mælinga. 2. Fjettar, fínar og
reglulegar hreisturflögur. 3. Að ullin er smáhrokkin.
Á fínustu »merino»-ull eru 24—30 hrukkur eða bylgjur
á hverjum þumlungi af lengd hársins, og þvermál þess
er að eins Vi562 úr þumlurtgi. Á grófri enskri (North-
umberland) ull eru ekki nema 2—4 bylgjur á þumlungi,
og þvermálið er Vsso úr þumlungi.
Sá eiginlegleiki ullarinnar, að hún gelur þófnað,
gerir það jafnframt að verkum, að vandfarið er með
hana áður en hún er unnin. Einkum þarf að við hafa
mikla varkárni, að hún skemmist ekki í þvottinum.
Ef t. d. þvottalögurinn er of heitur, losna breisturflög-
urnar of mikið frá leggnum, herpast saman, aflagast og
missa gljáandann. fá missir ullin mýkindi sín og gljáa