Andvari - 01.01.1886, Side 118
78
og er hættara við að þófna. Lík áhrif hefir það á ull-
ina, ef í þvottalöginn eru látin ýms sterk uppleysandi
efni, svo sem »kali•> í blautasápunni o. fl., enda er það
alþekkt, hve ullarföt þófna, ef þau eru þvegin úr blauta-
sápu. Af þessu verður það auðakilið, að þegar einu
sinni er búið að skemma ullina með of sterkum eða of
heitum þvottalegi, þá er ómögulegt, að gera hana jafn-
góða aptur — yfirhúð hársins getur ekki komizt í samt
lag, ullin getur ekki fengið fyrri mýkindi sín og gljáa,
hversu sem að er farið.
Dr. Bowman sýnir það víða með tölum, hver áhrif
hvert efni fyrir sig hefir á styrkleik og þanþol (teygju-
þol) ullhársins. Hann hefir gert margar og nákvæmar
athuganir til þess að komast fyrir þetta. Hann hefir
reynt styrkleik hársins í mörgum líkum og ólíkum teg-
undum ullar og annars dýrahárs. Á sama hátt hefir
hann og reynt band úr margs konar ullartegundum, og
með misjöfnum fínleika. |>essi reynsla hans sannar það,
að bandið verður sterkast, þegar öll hárin í því eru sam-
kynja, hafa saina gildleik, hafa mætt sömu meðferð og
hafa þannig sama þanþol. Sama má og segja um flest
það, er hann skýrir frá í bók þessari, að það er byggt
á margra ára reynslu, athugunum og tiiraunum, einkum
hans sjálfs; aðeinsáfám stöðum vitnarhann tilreynslu
annara.
Margt fleira af innihaldi bókar þessarar væri fróðlegt
fyrir íslendinga að vita, en hjer er eigi rúm fyrir meira,
enda eigi kostur á að láta myndirnar fylgja, en þær eru
ómissandi til skýringar.
Hver sá, sem vill fá mikla og góða ull af sauðfje
sínu, í samanburði við fjölda þess, verður að loggja stund
á að bæta fjárkynið og meðferðina á fjenu. Fáeinar
bendingar um það efni fylgja hjer á eptir. Sá maður,
sem jeg vissi færastan til þess, hjer um slóðir, hefir rit-