Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 119
79
að þær og góðfúslega leyft, að þær birtist hjer. Jeg er
viss um það, að bver sá bóndi, sem fylgir þeim ræki-
lega, hefir af því bagnað, hvað ullina snertir, en þó
miklu meiri hagnað í öðrum afnotum sauðfjárins.
2. Meðferð á sauðfje til ullarhóta.
Sauðfje, sem er villt, eða gengur mjög sjálfrátt í
fjalllendi, þar sem það verður að þola til skiptis skin og
skúr, hita og kulda, hefir ætíð tvenns konar ull: þel og
tog. Fyrir þetta fje er togið ómissandi, en jafnframt
það, að þelið sje þjett; og þar sem loptslag er sagga-
fullt, kalt og stormasamt, og fóðrið illt og lítið á vet-
urna, þar verður togið á fjenu ætíð mikið. Fje þetta
gengur úr reyfi á vorin, vegna þess, að því líður verr á
veturna en sumrin. Á veturna þverrar því smátt og
smátt »hárkímið», sem liggur neðst í hárbelgnum og
hárið vex upp af. En jafnframt myndast nýtt »hár-
kím», og vex nýtt hár upp af því. Fyrst vex það seint,
en þegar fram á vorið kemur og fjeð tekur bata, vex
það íijótara, og gengur þá upp með gamla hárinu. Kót
gamla hársins dregst þá smátt og smátt upp, unz það
losnar, og færist það þá fram með nýja hárinu, það er
að segja, kindin gengur úr reyfi.
En ef fóðrun og hirðing fjárins er góð, og mis-
munur á ársfóðri þess, hita og kulda er sem minnst-
ur, og það ætíð klippt á líkum tíma, þá helzt vökva-
leiðslan til »hárkímanna» jafnt við, svo að með tíman-
um hættir ullin alveg að losna, en heldur stöðugt á-
fram að vaxa; dæmi eru til, að hún hafi vaxið sam-
fleytt í 5 ár, og jafnvel lengur. Líka fjölgar þá »hár-
kímum»; ullin verður því þjettari, og toghárin hverfa á
burt, hvert eptir annað.
Ef ullin er mjög fín, þá er skinnið einnig mjög
þunnt og svo laust, að það leggst í fellingar, einkum á
hálsinum, og þar næst i lærunum. Litur húðarinnar er