Andvari - 01.01.1886, Page 121
81
tölu í hærra verði en ullin; og líkur eru til, að þau
hlutföll haldist framvegis.
fegar á allt er litið, er því hentast fyrir oss, að
fjeð hafi tog, som sje svo langt, að það hylji þelið1.
Hjer á landi hefir sauðfje ekki neina ákveðna kyn-
festu2, hvorki á sjerstökum stöðum í landinu, nje hjá
einstökum mönnum. Vjer höfum því margs konar ull,
þótt mismunur hennar sje opt lítill. Eigi mun þó á-
stæða til að skipta henni í íleiri. flokka en þrjá:
síða ull, pjetta ull og hrísna ull.
Fyrsti flokkur, síðullað fje, hefir langa ull og fína,
sem fellur allsljett en er gisin, og sjest það bezt á því,
að ef ullin er greidd í sundur, þá verður röndin, sem
sjest af skinninu, fremur breið. Skinnið er mjög þunnt,
og því rauðleitt; en sökum þess, að það er gljúpt og
þunnt, er húðöndunin mikil. Ullin hefir því allmikla
sauðfitu, og er nokkuð þung í vigt. Fjeð veitir þó eigi
eins mikla ull og virðast mætti, og er það vegna þess,
að bún er gisin. Og þótt ullin sje fín, getur hún samt
ekki verið vel góð, þar eð hún mætir meiri áhrifum
loptsins en þjett ull, og einnig er henni hætt við að
flókna. Þessi ull hefir lítið þanþol, og sjest það á því,
að ef hár eða lagður er teygður, kippir hann sjer lítið
aptur; og ef ullin er strokin þjett niður með síðunum,
1) Á sauðfje í öðrum löndum er togið víða jafnlangt og
þelið; er því eigi hægt að skilja í sundur þel og tog, en úr
þeirri ull fást eigi eins skjólgóð og mjúk föt sem úr íslenzku
þeli.
2) Með kynfestu er átt við, að fjeð hafi öll hin sömu ein-
kcnni, svo að varla verði þekkt ein kind frá annari. En þetta
getur verið án skyldleika; J)að er að segja, eins og orðiö
„skyldleiki11 er skilið í daglegu tali. Kynfestan næst, ef í
langan tima hefir ætíð verið haft fyrir augum hið sama mark
og mið. í Baldursheimi við Mývatn liefi jeg sjeð mesta kyn-
festu á fje, og þó hefir þar verið forðazt, að hafa náiun skyld-
leika.
Andvari XII.
6