Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 122
82
rjettir hún sig sjaldan viðþegarí stað; enkostur er það
talinn á ull, ef hún heíir mikið þanþol. Fje þetta er
vel lagað til mjólkur og til að safna mör; kjötið af því
er safamikið og ljúffengt, en verður sjaldan vel feitt.
I'jeð er viðkvæmt, þolir illa kulda og er hætt við sjúk-
dómum, einkum þeim, sem af innkulsi leiða, af því að
húðin er svo þunn og ullin gisin, og greiðist því hæg-
lega í sundur þegar hvasst er. Svipurinn er vanalega
heldur daufur, og allopt veiklulegur. Fjeð á því bezt
við á þeim stöðum, sem það stendur inni við gjöf allan
veturinn, en mjaltalönd eru góð á sumrum.
Annar flokkur, þykkullað fje, liofir þjett og heldur
fínt þel. Togið er fremur smágjört og hrokkið. l3essi
ull hefir töluvert þanþol; hún er ekki eins löng og hin
fyrrtalda, og sýnist enn styttri fyrir það, að togið er
hrokkið eða liggur í bylgjum, en þelið er vanalega bylgju-
laust á íslenzku fje. Ef ullin er greidd í sundur, þá er
röndin, sem sjest af skinninu, mjög mjó, og opt þarf að
greiða vendilega til þess að það sjáist. Skinnið er bleik-
rautt að lit, og fremur gljúpt og þykkt. En þykk húð
hefir fieiri »hárkím» en þunn húð, og þess vegna verð-
ur ullin þjettari. Fjeð þolir því hetur tíðarumskipti og
harðari meðferð en hið fyrrtalda; og eigi erþvíeins hætt
við þeim sjúkdómum, sem orsakast af innkulsi. þ>að er
og allvel lagað til mjólkur, mörs og holda. Fje þetta hefir
vanalega dálítinn brúsk eða ullartopp í enninu, og snögg-
ur munur er á milli vaxtar á andlitshárum og vanga-
hárum. Kviðurinn hefir þjetta ull, mjúka og allmikla.
Beri bletturinn í nárunum er stór, og opt er lítill blett-
ur ber neðan á pungnum á hrútunum, en pungurinn að
öðru leyti vel ullaður. Hornin eru með smábylgjum,
og á fullorðnum hrútum eru þau með tveimur snúning-
um. petta er og eðlilegt, af því að togið er bylgjótt;
því að ullin og hornþræðirnir, sem mynda hornið, standa
í svo nánu samræmi hvort við annað, að hvorugt get-