Andvari - 01.01.1886, Page 123
83
ur tekið breytingum, án þess, að samsvarandi breyting
verði á hinu.
Þriðji flokkur, hrísullað fje, hefir gisna, grófa og
sauðfitulitla ull, sem er bylgjulítil, og fellur vanalega
sljett, og hefir lítið þanþol. Ullin hefir enga ákveðna
lengd, á sumum kindum er hún löng, á sumum stutt.
Eeyfin eru ætíð Ijett í vigt, og ullin í alla staði vond.
Skinnið er hvítleitt, þerrið og þykkt, og gott til slits.
Fjeð er mjög illa lagað til mjólkur, og safnar sjaldan
miklum mör. |>ar á móti getur það orðið skrokkmikið
og feitt; sezt fitan mjög utan á skrokkinn, það er að
segja í bandvef liúðarinnar, og þess vegna er það eöli-
leg afleiðing, eins og áður er á vikið, að ullin verði gróf
og gisin. En þótt ullin sje þunn, þolir fjeð vel beit og
veðraskipti; er vanalega hraust og ekki hætt við
sjúkdómum, sem af innkulsi leiða; og er það fyrir þá
sök, að bygging húðarinnar og feitin í bandvef hennar
orsaka, að húðöndunin er lítil. Svipurinn er optast
hraustlegur og djarflegur. Hornin lítið bylgjótt, og
sjaldan kemur nema einn vindingur á þau á hrútum.
Uetta fje hefir þerrnara og fastara hold en hinir
flokkarnir; kjötið er því ekki eins ljúffengt og safamik-
ið, og ekki eins bráðfeitt. Uar á móti heldur fjeð sjer
betur, ef það mætir misjöfnu, og er því vel fallið til
útflutninga1.
1) Á fyrsta eða fyrstu árum, sem Coghill keypti hjer sauði,
var slátrari með honum, sem valdi þá. Hann vildi þá ekki,
meir en svo, taka sauði af þessum ílokki, þrátt fyrir það, þótt
þeir væru allvænir og bakfeitir. Næsta haust komu þeir apt-
ur, og vildu þá helzt fje af þessum flokki. Einn merkurmað-
ur hafði veitt þessu eptirtekt, og spurði, hvernig á því stæði,
og sögðu þeir, að það væri fyrir það, að kjöt af þessu fje væri
ekki vel ljúflengt, og því hefðu þeir síður viljað það, en nú
væru þeir búnir að reka sig á, að það hrakaðist minnst á leið-
inni, og þess vegna væri bezt að kaupa það. ]?eir, sem hafa
sjeð Englendinga kaupa sauði, munu hafa veitt því eptirtekt,
að þeir hafa helzt viljað þá bakfeita og holdfasta.
6*