Andvari - 01.01.1886, Side 124
84
|>á eru talin hin helztu einkenni flokkanna. En
þeir koma mjög víða fyrir allir á sama bæ. Getur ver-
ið, að það sje ekki nema ein kind, sem hefir glögg ein-
kenni hvers flokks, en allt hitt fjeð standi svo á milli
þeirra. Einkum er þó fyrsti flokkur þar sem fje stend-
ur mikið til inni á vetrum, en hefir vatnsríka og sand-
lausa haga á sumrum. En þriðji flokkur þar sem land-
ið, sem hann gengur á, er þurt og sendið, og útbeit á
vetrum. En annar flokkur á einkum heima þar sem
hagar og ástæður allar eru mitt á milli. þ>etta er
og samkvæmt lögum náttúrunnar. Fyrsti og þriðji
ílokkur gætu því eigi lengi haldið óbreyttum einkennum
sínum, ef þeir skiptu um staði.
Eins og jeg hefi áður getið um, er ekki kynfesta
hjer á fje, en það getur ekki gefizt vel. Á meðan svo
er, hefir sami maður mjög ólíka ull að gæðum og eigin-
legleikum. Sumt af henni má brúka í fína dúka, en
sumt varla í annað en gólfdúka; sumt er hægt að kemba
í togkombivjelum, en annað ekki1 o. s. frv. J>ótt ullin
geti öll verið góð »til síns brúks», þá er húu ekki góð,
þegar hún er öll komin saman í graut, og hlýtur það
að rýra verð hennar. Og þar sem allir ílokkar koma
fyrir á sama bæ, er auðsjeð, að ldndurnar eiga í raun
og veru ekki allar þar heima; einn bær getur ekki verið
eðlilegt heimkynni þeirra allra, og því geta þær ekki ver-
ið við sama borð. þannig kemur fram nýr kostnaður
og erfiðleiki, sem leiðir af kynfestuleysinu.
fað eru víða sveitir, og jafnvel sýslur, sem liggja
saman, er hafa svo mikla líkingu sín á milli, hvað lands-
lag og loptslag snertir, að allt fje í þeim gæti haft hin
sömu aðaleinkenni. Ættu því allir, að sækjast eptir
þeim einkennum, sem eiga bezt við á hverjum stað.
Langvíðast, ef ekki allstaðar á landinu, getur fje af öðr-
1) Ull verður varla kembd í togkembivjelum, ef hún er styttri
en 2 Jmmlungar.