Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 125
85
um flokki verið; enda er það lieppilegt, því að hann heíir
flesta kosti til að bera. Á nokkrum bæjum í Suður-
|>ingeyjarsýslu, þar sem sauðfjárrækt er komin lengst á
veg í landinu, og stendur í sumum greinum jafnfram-
arlega eins og bezt gerist erlendis, er flest fje af öðr-
um fiokki, þótt það sje enn ekki búið að fá verulega
kynfestu. Þetta bendir á, að reynslan er búin að sýna,
að fje með þessum einkennum beri jafnastan arð.
Að hugsa til að hafa meiri ull eða fínni en er á
fyrsta og öðrum flokki mun óráðlegt, einkum á meðan
markaður stendur eins og nú. Þar á móti ætti að reyna
með kynbótum að hafa ullina sem jafnasta, og sækjast
eptir gæðum hennar og magni, þangað til þeim tak-
mörkum er náð, að ef lengra væri farið, þá kæmi það
í bága við önnur afnot, svo ágóðinn svari ekki til
kostnaðarins.
Á hinn bóginn er það ýmislegt, sem skemmir ull-
ina, og getur haft skaðleg áhrif á hana; en sjálfsagt er
að sporna við því eptir megni, og þess vegna vil jeg fara
fám orðum um hið helzta af því.
]?að er einn sá versti ókostur á ull, þegar illhærur
eru í henni. Þær vaxa á hryggnum á kindum, einkum
á mölunum og ofan til á lærunum. Helzt eru þær á
fje, sem hefir haft vonda hirðingu og slæmt fóður. ]?eg-
ar rúið er, eru þær töluvert lengri en hin nýja ullin,
og eru víða nefndar hortog. Illhærurnar vaxa opt ská-
hallt eða öfugt við aðra ull, og vefja sig eða íiækja í
ullarlögðunum eða utan um þá, og valda því, að ullin
flóknar. Þær eru grófar, en þó óþolnar og saralagast
illa við ullina ; litur tekur illa eða alls ekki á þær.
Þegar ull er kembd í vjelum, nást illhærurnar varla úr
henni, nema með því að úrgangur verði æði mikill ;
þessi ull hlýtur því að vera í lágu vorði. Með góðri
hirðingu og hollu fóðri má að miklu leyti útrýma ill-
hærum; þó þarf það einnig að gerast með kynbótum,
því að þær ganga í ættir, og er því mjög áríðandi, að