Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 126
86
hvorbi brundhrútar nje kyn þeirra hafi ull mcð ill-
hærum.
Ef kindur þjást af sjúkdómum, eða mæta snöggum
mismun á fóðri og tíðarfari, þá koma fram mitti eða
liðir á hornunum, og eru það víða nefndir sultarliðir,
áraliðir o. s. frv., en samsvarandi bláþráður kemur ætíð
á ullina, og þar slitnar hárið, mæti það átaki, og slitn-
ar því opt í sundur, þegar það er kembt. J>essi ull
hefir því mjög lítið notagildi, og ef hún er seld sem
góð ull, er hún svikin vara. |>að er því mjög áríðandi,
að fje mæti ekki harðrjetti á haustin, því að þá er ull-
in, eða einkum þelið, lítið eða ekkert meira en hálf-
vaxið, og því aldrei jafnskaðlegt að bláþræðir komi á það.
Að varna þessu, kemur heldur ekki í bága við annað,
því að þetta er nauðsynlegt fyrir heilsu kindanna og öll
afnot þeirra. Einnig er þetta sparnaður moð heyin, því
að fje, sem leggur mikið af á haustin, er sannnefndur
eldur í heyjum, sem eðlilegt er; því að þegar fitan er
að miklu leyti eydd úr bandvefnum, verður fjeð miklu
kulsælla, og þarf því meira af efni að brenna í líkam-
anum til þess að líkamshitinn haldist við, en þetta efni
verður að veitast með fóðrinu. fetta hefir og reynslan
kennt um langa tíma, þótt margir breyti á móti þess-
ari kenningu sjer til stórskaða. Verði mikill mismunur
á heilsu eða fóðri kindanna, þegar þær eru farnar að
fyllast, en þó áður en þær eru klipptar, þá ætti að reyna,
ef það kemur ekki í bága við annað, að klippa sem næst
því, er bláþráðurinn hefir komið á ullina.
Einnig þarf að sjá um, að þau hús sjeu köld, sem
beitarfje er hýst í; því að snöggur mismunur á hita og
kulda skemmir ullina, og er mjög óhollur fyrir kind-
urnar. þegar fje er beitt, eiga húsin ekki að gjöra ann-
að, en verja fyrir vætu og stormi. Allt öðru máli er
að gegna, þegar fje stendur stöðugt inni; því að þá er
talinn mátulegur hiti fyrir fullorðið fjo 8° á R.1, en
1) I)r. H. Settegast.