Andvari - 01.01.1886, Side 127
87
fyrir lömb um 12° R.; en þó mun sá hiti vera fullmik-
ill fyrir lömb síðari hluta vetrar. Nauðsynlegt er, að
húsin sjeu björt og loptgóð; því að slæmt lopt í húsum
gerir ullina óstyrka, er einnig mjög óhollt fyrir kind-
urnar og gerir þær móttækilegar fyrir alla sjúkdóma.
Ef loptið er ekki hreint og nýtt, er öll sauðfjárrækt
ómöguleg, því að fáar eða engar skepnur þola eins illa
vont lopt sem sauðfje. Mest skemmir þó stækjan (»Am-
moniak»-gufan) ullina, því að hún gerir hana barða, ó-
þolna og rauðleita, og er sú ull opt nefnd »hlandbrunn-
in». Stækja myndast helzt, ef hús eru blaut eða rök.
I-Iægt er að byggja fyrir hana með því, að bera mold
eða ösku í húsin eða eitthvað það, sem þurkar þau.
Víða er öllu afraki af túnum safnað inn að vorinu,
geymt til vetrarins og þá haft til íburðar í hús. Þetta
er miklu betri aðferð, einkum ef taðinu er brennt, en
að bera afrakið í kauga út fyrir tún og leggja þar eld
í þá, eins og gert er á sumum stöðum. Að sönnuget-
ur afrakið ekki vel varnað því, að stækja myndist, en
það þurkar húsin og drýgir taðið. Jeg veit til þess, að
á tveimur bæjum í Árnessýslu, þar sem ær eru hýstar
á nóttum yfir sumarið, að mosi er borinn í húsin. Á
vorin er mosinn rifinn upp á klaka; svo er hann þurk-
aður og fluttur heim. þ>urr mosi bindur mjög vel í sjer
vætu, og þegar hann er orðinn fúinn, er hann góður
áburður. Til að byggja fyrir stækju, má einnig brúka
gips (brennisteinssúrt kalk, Ca S OJ, og strá því yfir
húsgólfið. En af því að gipsið er nokkuð dýrt, vil jeg
engum ráða til að brúka það að svo stöddu, nema ef
vera skyldi við sjávarsíðuna á sumum stöðum sunnan-
lands, þar sem hús blotna svo mikið, að ekki er auðið
að hafa þau þur, og því höfð fjalagólf í húsunum, sem
eru lögð svogisin, aðþvagið renni niður. Ef eigihagar
svo til undir gólfinu, að þvagið renni þegar á burtu eða
blaupi niður í jörðina, þá mundi vel gefast að brúka
gips og strá því undir fjalirnar endrum og sinnum. Til