Andvari - 01.01.1886, Page 128
88
þess að binda stækjuna algjörlega, þurfa 5 pd. af gipsi
í 200 pd. af sauðataði; en Guðmundur prdfastur Ein-
arsson telur tað undan á eða gemling 1% hest og einn
hest undan sauð. Eptir þessu þurfa um 225 pd. af
gipsi í hús, sem 30 ær eru hýstar í ytir veturinn. En
þennan kostnað bæru menn ekki, euda er ekki svo að
sldlja að þess þurfi, því að ætíð fer meira eða minna af
moði, salla og þess liáttar niður í húsin, sem varnar að
nokkru að stækjan myndist. Hjer er því ekki hægt að
gefa neinar nákvæmar reglur aðrar en þær, að sjá ætíð
um, að engin stækjulykt sje í húsunum. fess má geta
um leið, að í gipsi eru jurtanærandi efni, og víða er-
lendis er það brúkað til áburðar; þar að auki bind-
ur það eitt af hinum beztu áburðarefnum, sem eru í
taðinu.
Ekki mega hús vera svo þur, að mikil mylsna safn-
ist fyrir í þeim; því að þá er hætt við, að ull dragist
af sauðfje.
IJá verður enn fremur að sjá um, að hvorki sje lús
eða óþrif á sauðfje. Ef mikil óþrif eru á kindum, þá
geta þær ekki þrifizt, og kemur því kyrkingur og rýrð
í alla ullina. Einkum er- það þó follilúsin eða hafíslús-
in (Trichodeetes Sphaerocephalus), sem gerir mestan
skaða á ullinni; því að hún sýgur ekki blóð og vessa
sem færilúsin, heldur nagar og rífur yfirhúðina og ull-
ina niður við skinnið. Par sem því mikil fellilús er á
kindum, dettur ullin af, eins og fiestir fjármenn hafa að
líkindum veitt eptirtekt. fað er því mjög áríðandi, að
sauðkindur sjeu vel varðar lús og óþrifum, en meðöl
þau, sem til þess eru höfð, eru mismunandi, og sum
þeirra að einhverju leyti skaðleg. Walse-baðið, sem hefir
talsvert verið brúkað hjer á landi, einkum meðan fjár-
kláðinn var, hefir þann ókost, að það skemmir ullina.
Tóbaksbaðið, sem er talsvert brúkað á Suðurlandi, er
alldýrt, ef það er svo sterkt, að það sje vel lúsdrepandi,
og óhollt fyrir kindurnar og bætir ullina ekkert. Lúsa-