Andvari - 01.01.1886, Side 129
89
smyrsli (Mercurial-salve), sem er haft hjer og hvar
um allt land, er mjög hættulegt fyrir heilsu sauðldnda;
, enda eru og dæmi til, að það bafi drepið þær. Ösku-
íburður, sem sumir nota, þurkar og skemmir ullina.
pað ætti því ekki að brúka neitt af þessum óþrifameð-
ulum.
Karbólsýrubaðið er nú mikið brúkað á sumum stöð-
um hjer á landi. Baðlyfið er ódýrt, en þó áreiðanlegt
þrifabað; það drepur vel maura og lýs og ver mýbiti;
er græðandi og sóttverjandi. Sumir telja að baðlyf þetta
skemmi ekki ullina, heldur jafnvel bæti hana, en aðrir
segja, að það skemmi hana, sökum tjörukenndra efna,
sem í því eru. Karbólsýran er eitruð, og marga kind
hefir karbólsýrubaðið drepið. Eigi má því brúka bað-
lyfið óþynnt til íburðar, því að þá brennir það skinnið.
Margir álíta þó, að baðlyf þetta sje hættulaust, ef það
er rjett búið til og allrar varúðar gætt. Snorri heitinn
Jónsson dýralæknir segir, að þrifabaðið sje þannig bú-
ið til, að 1 pd. af óhreinsaðri karbólsýru og % pd. af
lýsissápu sje ætlað í hverja 25—30 potta af vatni. Bezt
er að leysa sápuna upp í lieitu vatni, og hella henni
svo saman við baðlöginn. Einnig á að hræra karból-
sýruna vel saman við baðlöginn, áður en heitu vatni
er bætt í hann; því að ef óhreinsuð sýra er látin sam-
an við heitt vatn, þá bráar hún ofan á. Betra er að
hafa kúaþvag saman við vatnið, því að þá samlagast
karbólsýran betur, en ef vatn er haft eingöngu. Pó má
þvagið eigi vera nema V3 partur á móts við vatnið, eða
með öðrum orðum: móti 1 pd. af karbólsýru skulu um
9 pottar af þvagi, og um 18 pottar af vatni. Eigi má
hafa sjó í baðið, því að þá hleypur sápan saman í kekki,
og karbólsýran samlagar sig ekki baðleginum. Vel þarf
að gæta þess, að baðlögurinn komist ekki í vitin á kind-
unum ; og fyrst eptir að kindurnar koma upp úr bað-
inu, ættu þær að standa í rjett, eða á einhverjum gras-
lausum stað, á meðan baðlögurinn rennur niðurafþeim;