Andvari - 01.01.1886, Side 130
90
því aö erlendis hafa stepnur drepizt, som hafa verið á
beit, þar sem baðlögur heíir runnið niður af sauðfje.
Einkum ræð jeg þó til að brúka olíusætu (Glyce-
rine Dip), þótt hún sje dálítið dýrari en karbólsýran.
Olíusætan hefir þá kosti, að hún er ekki eitruð og er
því hættulaus. Samsetning baðsins er mjög einföld, og
er það því handhægt fyrir alþýðu. Olíusætubaðið er
mildð lofað af enskum og skozkum fjárbændum, og eins
af þeim, sem hafa reynt það í Noregi og hjer á landi.
Það er ágætt þrifabað, drepur vel maura og lýs, ver
mýbiti, er græðandi og varnar sóttveiki. Olíusætan
hreinsar húðina og bætir ullina; einkum bætir hún hana
þannig, að ullin verður mýkri, og lopt og vatn nær
miklu síður að verka á hana. Olíusætubaðið er þannig
búið til, að 1 pd. af olíusætu er sett í 16—20 potta af
vatni, og það svo vel hrært saman. Áður en olíusætan
er sett saman við vatnið, verður að hita vel ílátið, sem
hún er í, því að við það þynnist hún mikið, og sam-
lagast þá betur vatninu.
Bæði þessi baðlyf skulu hafa 30° hita á R.; þó
er rjettara, að hafa hann ekki nema 28—29° á R.,
ef kindur eru mjög berar, og einkum ef veður er ekki
hlýtt. Niðri í baðinu eiga kindur að vera um eina
mínútu. Meðan á baðtímanum stendur, verður allt af
öðru hvoru að hræra í baðloginum,svo að baðlyfin setj-
ist eigi á botninn, íljóti ofan á eða setjist utan á kind-
urnar.
Þótt sauðfje sje baðað á vorin, þegar búið er að
rýja það, og lömb þegar þeim er fært frá, þá þarf samt
að verja fjeð fyrir lús og óþrifum að vetrinum. En
ekki er gott að baða fje á haustin eða veturna; því að
ullinni er þá hætt við að fiókna; og á þeiin tíma árs
er einnig að óttast fyrir, að skepnur verði innkulsa á
eptir heitu baði. Enn er það, að það er dýrt að baða
fje, þegar það hefir mikla ull. Rjettast er því, að brúka
smyrsli til íburðar í sauðfje á haustin og yeturna. Hið