Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 132
92
eða reytist af sauðfje. En þá er margt að athuga, svo
sem að veggir sjeu vel sljett hlaðnir úr grjóti neðan til.
En ef grjót næst eigi til veggja, svo það verði að hafa
torfveggi, þá að setja trjerimla að endilöngu eptir veggj-
unum að innanverðu, sem sjeu svo laust frá þeim, að
kindur nái eigi að núa sjer við veggina. Þó mega riml-
arnir ekki vera svo fjarri vegg, að kindur reki sig upp
undir þá, þegar þær standa á fætur. Rimlarnir sjeu það
frá gólfi, að þeir nemi ofan til við miðjar síður á kind-
um, áður en tað safnast í húsin. Safnist mikið tað í
húsin, veitir varla af að hafa tvær rimlaraðir. Riml-
arnir þurfa að vera vel heflaðir og raðalausir, þeim meg-
in, sem fram 1 húsið veit. Garðastokkar og garðabönd
mega ekki vera með hvössum röðum, og hvergi standi
út úr þeim flísar eða naglar. Dyr sjeu sljett hlaðnar
úr grjóti neðan til, eða þá með rimlum, og eigi mega
vera skarpar raðir á dyrastöfum. Ætíð verður að sjá
um, að fje ryðjist eigi um of að dyrum, og eigi sje
of þröngt í húsum. En hæfilegt er húsrúm í garðahús-
um og einstæðuhúsum, þegar tvær kindur geta mætzt,
en fjórar í tvístæðuhúsum, fyrir aptan þær kindur, sem
jeta, án þess þó að þrengja hver að annari. J>egar
hornin eru löng á sauðkindum, er hætt við að þær reyti
með þeim bæði ull af sjer og öðrum kindum. Ætti því
ætíð að horntaka (hornskella) fje, og um leið að jafna
með hníf fyrir endana á hornunum. Aldrei má siga
þeim hundum á sauðfje, sem eru gjarnir á að hanga í
ullinni, og ekki heldur reka kindur hart í ófærð, ef ann-
ars er kostur, því að þá er þeim hætt við að stíga í
ullina, og slíta hana af sjer. Ef taka þarf fje eða leiða,
þá verður að fara sem gætilegast að því. fegar sauð-
kind er tekin, og ef ekld er hægt að grípa í horn, þá á að
taka helzt frarnan undir annan bóginn neðan til; því að
það tak heptir mest ganginn, og getur kindin því neytt
minnsts bolmagns. Ef þessu taki verður ekki náð, þá
að grípa utan um apturfót, fyrir ofan hækil. Náist hvor-