Andvari - 01.01.1886, Síða 133
93
ugt þetta tak, verður sarnt ætíð að reyna að ná sem
fremst í kindina, og taka sem mest af ull í hendina.
E’urii að leiða kind, og ef hún er svo óþekk, að hún
leiðist ekki á hornunum, þá er rjettast, að leiða hana á
milli fóta sinna, og halda báðum höndum lauslega utan
um bógana. Kindin lokkast þá opt til að ganga; en
taki hún viðbrögð, getur hún lítið neytt sín, ef tökin
eru á þessum stað. Opt er ull slitin af sauðfje, einkum
þegar tekið er í lítinn lagð aptan til á kindinni; þvíað
eptir því, sem takið er aptar, eptir því getur kindin bet-
ur neytt krapta sinna. En það er ekki einungis sá skaði,
er leiðir af þessu, að ullin slitnar og tapast, heldur
einnig, að opt veldur það skemmdum á henni, þótt hún
slitni ekki af. Margir hafa víst sjeð það á haustin, þeg-
ar sauðfje er slátrað, að það koma stundum fyrir skrokk-
ar með blóðhlaupnum blettum. Einkum eru það skrokk-
ar af þeim kindum, sem hefir orðið að reiða í fjallgöng-
um á haustin; eða á einhvern annan hátt mætt hnjaski.
Þegar þetta hefir komið af of miklum átökum á ullinni,
hefir það orsakazt þannig, að háræðarnar, sem liggja út
í skinnið, hafa slitnað eða dalazt í bandvef búðarinnar.
Blóðið hefir því hlaupið út undir skinnið, eða í kjötið.
Stundum er skinnið einnig alveg laust á þessum blóð-
hlaupnu blettum, og ef svo er, þá hafa ekki einungis
háræðarnar slitnað í sundur heldur og bandvefurinn.
Háræðarnar flytja næringu til »hárkímsins», og skaddist
þær, er hætt við, að hárinu ílytjist eigi nægileg næring,
á meðan að ekki er gróið að sárunum, og kemur þá blá-
þráður á ullina, sem vex yfir þessum blóðhlaupnu blett-
um. En hafi skinnið alveg losnað við kjötið, er hætt
við, áður langt líður frá, að ullin losni á þessum bletti
og detti af. Ef mikil brögð eru að þessu, svo sem ef
kindur eru teknar upp, bornar, kastað til í bræði eða
dregnar langar leiðir á ullinni, þá getur það háð þeim
svo, að þær leggi af, og sjeu opt lengi að ná sjer aptur,
og kemur þá kyrkingur eða bláþráður á alla ullina á