Andvari - 01.01.1886, Síða 134
94
kindinni. Eu þessi svívirðilega meðferð á skepnum ætti
ekki að eiga sjer stað; en því miður er hún allt of al-
geng, sem kemur af þekkingarleysi manna, hugsunar-
leysi eða beinlínis af þrælmennsku. Þar eð þessi með-
ferð varðar við lög, ætti enginn að horfa á, að svona
væri farið með skepnur, án þess að skipta sjer af því;
annars er hann litlu betri en sá, er fremur það.
Pá eru morgungjafirnar, sem hafa mikla þýðingu
fyrir ullina ; enda koma þær eigi í bága við annað; því
að miklu er það hollara og notalegra fyrir sauðfje, að
fá gjöfina að morgninum, heldur en ef það er rekið
fastandi upp úr volgu bælinu og út í snjó og kulda.
Fjenu verður því síður hætt við bráðasótt, lungnaveiki
og ýmsum fleiri sjúkdómum. fað sækir beitina með
meira fjöri og kjarki; velur betra fóður í haganum, og
heldur sjer betur að beit síðari hluta dags ; því að það
verður eigi eins heimfúst og það fje, sem veit að hey-
gjöf bíður þess heima. Á morgnana er fjeð optast þurt,
en á kveldin iðulega snjóugt og blautt; en þegar fje
ryðst á garða, fióknar þur ull síður en vot, og síður
sezt hey, mosi eða annað rusl í hana. J?egar því fjár-
maður sjer, að sauðfje muni fara inn að kveldi fönnugt
eða blautt, þá ætti hann ætíð að sópa allt moð úr görð-
um eða jötum áður en inn er látið; og einkanlega þá, að
varast að fje ryðjist í dyrum. I’egar hríð er eða skaf-
renningur, ætti ekki að vatna eða snjóvga fje úti, held-
ur inni. Og í hvert sinn þegar kindur eru búnar að
jeta gjöfina, þarf vandlega að verka úr liúsum allt það
hey, sem slæðst hefir, því að annars er hætt við, að það
setjist í ullina.
|>ess má geta, að við mjög naumt fóður verður ullin
fín, en rýr og ljett í vigt, og þar að auki harðari og 6-
styrkari. Svelta getur valdið, að ullin detti af, það er
að segja, að kindin "gangi úr snoði«. Aptur á hinn
bóginn verða »hársellurnar« grófari þegar fjeð er alið ;
hárið verður því sterkara, en þó mýkra. Einnig verður
ullin lítið eitt lengri og þyngri í vigt, en þó munar það