Andvari - 01.01.1886, Síða 135
95
svo litlu, að eigi svarar eldið til kostnaðarins, það er
að segja, í tilliti til ullarinnar.
í*á er að minnast á klippinguna eða hárskurðinn.
Af því að margt af fje voru hefir illhærur, þá skemmir
klippingin ullina, sökum þess að illhærurnar verða þá
eptir í reyfinu, íiækja það og spilla ullinni í alla staði.
Einnig er það skemmd, að hinir nýju togbroddar verði
eptir í þelinu ; því að þeir spilla gæðum þess og flækja
það. Klippingin mun því, með öðru íieiru, eiga þátt í
því, að ull vor hefir fallið í verði. En þrátt fyrir þá
ókosti, sem klippingin hefir í för með sjer, er þó rjett
að við hafa hana ; því að opt er það mikil kvöl fyrir
kindur, að ullin sje reytt af þeim. Og óskandi væri, að
aðrar þjóðir þyrftu eigi lengur að leggja oss það til á-
mælis, að vjer slitum ullina af fjenu. Klippingin heíir
og aðra kosti í för með sjer en þá, að hún er betri fyr-
ir kindurnar; hún eykur einnig ullarvöxtinn; því að eins
og fyrr er sagt, verður vökvaleiðslanmeiri og jafnari til
»hárkímanna«; en einkum á þetta sjer stað, þegar kind-
ur eru klipptar optar en einu sinni á ári. þó hafa
optirtektagóðir fjármenn hjer á landi þótzt veita því
eptirtekt, að þær kindur, sem ætíð eru klipptar á vorin,
yrðu þjettullaðri, og einkum, að þær hjeldu betur ull með
aldrinum. Enn er það, að ef fje er vel klippt á vorin,
verður nýja ullin jafnari en ef rúið er; en þetta hefir
mikla þýðingu, því að hætt er við, að lengstu hárin
hálfvisni, harðni og myndi því nokkurs konar illhærur.
En eptir því sem yfirborð ullarinnar er jafnara, eptir
því nær loptið minna að verka á hana, svo hún gotur
beturhaldið gæðum sínum. En ef klippingin á að bæta
í þessu tilliti, verður að klippa vel sljett ; því að verst
er, ef að á sumum stöðum er klippt niður við skinn,
en á öðrum stöðum 1—IA/2 þumlung frá því. Opt hefi
jeg heyrt smekkmenn vanda um þessa klippingu, en
tíðara mun það hafa verið vegna augans, en að þoir hafi
vitað, hve skaðleg áhrif að þetta hefði á ullina. fessi
sóðalega klipping hefir einnig opt í för með sjer, að
k.