Andvari - 01.01.1886, Page 136
96
slriimið er klippt; en pað er ekki einungis að kind-
urnar eru særðar, lieldur spillir það ullinni framvegis,
því að upp af örunum sprettur sjaldan annað en gróft
tog.
Þess verður að gæta, þegar ull er tekin af fje, að
það sje hæfilega fyllt; því að ef ullin er lengi á kindinni
eptir að hún er fylld, þá flóknar ullin, tapar sauð-
íitu og ijettist, missir mýkindi sín, harðnar og getur
aldrei orðið eins góð vara og sú ull, sem lekin er af á
hæíilegum tíma, eða þegar nýja ullin er til jafnaðar 1
til l1/* þuralungur á lengd. En það er ekkiauðvelt, að
fylgja neinum föstum reglum með þetta, á meðan engin
kynfesta er í fjenu ; því að sumar kindur hjá sama
manni geta verið vel fylldar, þegar aðrar eru ekki farn-
ar að fyllast, þótt þær sjeu á jöfnum aldri og haíi mætt
jafnri meðferð. — Líka verður að haga sjer, í þessu efni,
eptir tíðarfarinu.
f*egar ull er skorin eða klippt af Qe, eru skæri eða
sauðaklippur ætíð við hafðar á sumum stöðum, og er þá
nefnt að : •*klippa fje« ; en á öðrum stöðum eru ein-
ungis brúkaðir hnífar, og er þá kallað að: »skera« eða
»flá fje« ; því að sömu handtök eru höfð og við að
birkja húðir af stórgripum. Ekki mega hnífarnir vera
oddhvassir; því að þá er hætt við að kindurnar stingist,
ef þær taka snögg viðbrögð. Hættara er við, að kindur
verði særðar, þegar hnífar eru hafðir, en þó er það fyr-
ir skeytingarleysi, eða stundum, ef til vill, fyrir það, að
menn þekkja ekki ytri bygging kindanna. |>ar á móti
gengur verkið heldur fljótara með hnífunum, og ljettara
er að hafa ullina vel sljetta og áferðar fallega. Einnig
sparar það peninga að hafa hnífana ; þeir eru beztir úr
skozkum ljáblöðum, og optast nægir sú hnífatala, sem
nauðsynleg er tii að raka gærur með á haustin. Aptur
á hinn bóginn kosta sauðaklippur ætíð nokkra peninga,
og eru þó sjaldan brúkaðar til annars en þessa eina
verks.
Jeg vil að eins benda hjer á, að nýlega eru fundn-