Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 140
100
skal ullii-mi og draga hana til með hendinni í tágakörfu,
sem tii þess er hentust, en varast verður að hún þófni
við það. Ekki má vatnsbunan vera mjög stríð eða vatns-
mikil, því að þá er hætt við að ullin þófni, en sraá-
lagðar berist á burt með straumnuin. Yíir lækinn, rjett
við bununa, skal leggja þjetta grind eða fjalafleka, sem
ullinni sje kastað upp á, jafnótt og hún er þvegin hrein,
og látið síga vel úr henni vatnið þar, áður en hón sje
breidd til þerris. Yandlega verður að purka ullina, og
má hafa það til marks um að ullin sje vel þvegin
og þur, ef ekki finnst kul á hendinni, þegar henni er
stungið inn í ullarbinginn. Ekki er gott að ullin bak-
ist í heitu sólskini, eptir að hún er orðin þur, því að
við það missir hún mýkindin og stælist. Optast þorn-
ar hún nokkuð misjafnt, sumt fyrr, sumt seinna; það
er því nauðsynlegt, ef hægt er, að taka það þurra frá,
jafnótt og það þornar, en halda hinu til þerris.
Bezt er að breiða ull til þerris á sljettan grasbala,
sem sje nokkuð grasi vaxinn, því að sje hún breidd þar,
sem ekkert gras hefir sprottið, er hætt við að mor og
óhreinindi úr grassverðinum setjist í ullina, en mikið
gras tefur fyrir þurkinum.
þ>egar búið er að þvo og þurka ullina, þarf enn að
skoða hana alla, tína úr henni alla þá lagða, sem ekki
liafa þvegizt vel, greiða sundur flóka, sem enn kunna að
vera eptir, eða sem kunna að hafa orðið til í þvottinum,
og að skilja hana eptir gæðum, að því leyti sem það
var ekki gert um leið og rúið var. Þetta er allmikil
fyrirhöfn, cf það á að vera vel gert, en það borgar sig
vel, því að það hefir mjög mikil áhrif á útlit ullarinnar,
og það svo, að sú ull, sem ekki sýnist falleg þegar hún
kcmur úr þvottinum, getur með þessu móti orðið falleg
og útgengileg vara, því að það er mikill munur að sjá
ullariagðinn þófinn og hnökróttan, eða greiddan eins og
netaský, auk þess sem hin greidda ull er í raun og veru
langt um betri vara.
fað er margreynt, að með þessari aðferð getur