Andvari - 01.01.1886, Side 141
101
ullin orðið falleg og góð vara, og naumast betri með
annari aðferð, sem enn hefir verið við höfð.
Efninu í framanrituðum reglum hefi jeg í ongu
breytt; að eins varð jeg að fella á burt það, sem hljóð-
aði um kynval og hirðing fjárins, til þess að endurtaka
ekki það, sem á undan var komið í ritgjörð þessari.
Reglur þessar eru byggðar á efnafræðilegri þekk-
ingu og reynslu, og efast jeg mjög um, að hægt sje að
við hafa aðrar betri reglur, eins og nú hagar til hjer á
landi. Að minnsta kost.i er það reynandi, að byrja á að
fylgja þeim, áður en komið er með aðrar enn þá kostn-
aðarmeiri og margbrotnari.
Sú eina athugasemd eða viðbót, sem jeg vil leyfa
mjer að gera, snertir ekki þvottinn beinlínis, heldur
meðferðina. Hún er þetta :
Um leið og rúið er, skal taka frá alla mislita Iagða,
sem sjáanlegir eru, hversu litlir sem þeir kunna að vera,
og þarf að gæta þess vel, að taka heldur of mikið með
mislitu en of lítið. |>egar ullin er orðin hrein, sjást
mislitu lagðarnir betur, og þarf enn að sæta hverju
tækifæri, til að tína þá úr, um leið og ullin er þurkuð
og skoðuð eptir þvottinn. Einkum er hætt við, að
smálagðar mislitir leynist í ull af bíldóttum, höttóttum
o. fi. mislitum lcindum, þótt hún í fljótu bragði sýnist
hvít. Ef mislita ullin er góð að öðru leyti, getur hún
orðið að sömu notum til ýmsra heimilisþarfa eins og
hvít ull, t. d. í vetfinga, sokkaplögg, vaðmál það, er lita
þarf hvort sem er o. s. frv.
Briggs sá, sem fyrr er nefndur (fjelagi J. Benn),
sýndi mjer kembdan lopa af íslenzkri ull. I’egar vel var
gáð að, þá mátti sjá dökk hár hingað og þangað innan
um hann. Sagði Briggs, að þetta væri hjer um bil
æfinlega í íslenzkri ull, og taldi það galla á henni, eins
og auðskilið er. Fyrir þetta er ekki hægt að hafa hana