Andvari - 01.01.1886, Side 142
102
í eins margar togundir iðnaðar, það takmarkar afnota-
sviðið, og styffur að' því að fœra niður verðið.
Um sjálfan ullarpvottinn got jeg hjer engu bætt við,
nema fáeinum athugasemdum eptir tveimur útlendum
bókum. Annars er þar fátt, sem kemur í bága við fram-
anritaðar reglur.
Dr. Bowman segir í bók þeirri, sem fyrr er nefnd:
1. Að hitinn í þvottaleginum megi alls ekki vera meiri
en 100° F., en það er ■= 302/9°R- Hann varar
við að láta Iöginn verða misheitan í þvottakerinu
(o: hjer pottinum), kveðst hafa mælt 25°R. hita og
um leið suðubita í sama kerinu. Ullin í kerinu
varnaði heitari og kaldari hlutum lagarins að renna
saman.
Fyrir því er bezt að róta þvættunni jafnt og hægt,
og bæta ekki sjóðheitu í löginn, meðan ull er niðri
í honum. Yera má, að íslenzk ull þoli meiri hita,
en ullartegundir þær, er Dr. Bowman hefir haft
handa á milli, eða öllu heldur, þuríi meiri hita,
vegna þess, að hún er óhreinni. Jeg get því ekki
fullyrt, að hiti sá, sem nefndur er í þvottareglun-
um bjer að framan, sje of mikill, en það er víst,
að því minni hita sem hægt er að komast af með
við þvottinn, því betra. Nauðsynlegt er að hafa
hitamæli við ullarþvott. Það þarf að vera hita-
mælir fyrir vatnshita, eða svo kallaður nMejeri»-
hitamælir. Hann er allur úr gleri, það sem út veit,
og þolir því vætu, en betra er að hafa hann í trje-
umgjörð, svo hann brotni síður.
2. Að nota eingöngu þau efni, sem ekki skemmi ull-
ina. Meðal þeirra efna telur hann keituna. Hann
kvartar yfir, að sumar sáputegundir sjeu þannig
gerðar, að ekki sje hugsað um annað, en að þvo
sem mesta ull fyrir sem minnsta peninga, en sá
þvottur skemmi opt ullina.
3. ÍM minni þrýsting eða pressa sem kemur á ullina