Andvari - 01.01.1886, Síða 143
103
í jjvottinum, því betra. Einkum ber þess að gæta
um ull, sem vinna skal í togkembivjelum (sbr. bls.
59), því að það er enn þá skaðlegra, ef hún flókn-
ar, heldur en ull, er unnin verður í þelkembi-
vjelum.
íslenzk ull með toginu er unnin í togkembivjel-
unum, og má því alls eigi flókna.
4. Að láta ullina aldrei verða fyrir meiri hita en 30°R.
meðan hún er að þorna.
Pessi varúðarrega hans snertir Islendinga að eins
með smáþvotta á vetrum. Sömu varúðar þyrfti víst
að gæta með allt ullartó, sem þurkað er við ofnhita
eða eldhita.
Yíða í öðrum löndum er ullin þvegin úr hreinu
vatni á fjenu, áður en það er klippt. Svo þarf að gæta
þess, að ullin óhreinkist ekki meðan fjeð er að þorna
og áður en það er klippt. Jeg hefi Iítið traust á, að
þessi aðferð reyndist vel hjer á landi.
í »Almindeligt Varelexikon» segir, að á Spáni og
víðar sje ullin þvegin í vatni; hitinn sje 52°R. og ullin
látin liggja í þvottaleginum 25—30 mínútur. Að því
er snertir tímann og hitann fer þetta mjög nærri þvotta-
reglum Benidikts Jónssonar lijer að framan. 1 hinni
fínu ull af fjenu á Spáni er raildu meiri sauðfita en í
íslenzkri ull; en sauðfitan hefir í sjer nokkur sömu efni
og sápa, svo vera má að þessi þvoltur geti orðið að
notum þar, en vart mundi hann duga hjer á landi.
Bóndi nokkur fyrir norðan sagði mjer frá því, að
honum hefði reynzt það svo, að minnsta kosti einu sinni,
þegar hann baðaði lömbin eptir fráfærurnar úr »Glyce-
rin»-baði og notaði það aptur um veturinn til að út-
rýma óþrifum á þeim, þá varð ullin hvítust og yfirhöf-
uð bezt verkuð. En þá reyndist honum betra, að þvo
ullina úr einsömlu vatni en að hafa keitu saman við.
Það væri vert, að fleiri veittu þessu eptirtekt.
í »Almindeligt Varelexikon» er þess enn fremur