Andvari - 01.01.1886, Side 144
104
getið, að sú ull, sem pvegin er á fjenu, þurfi aptur að
þvost áður en hún er unnin, og er sá þvottur nefndur
verksmiðjuþvottur (Fabrikvask). Til þess sje höfð
ýmis konar sápa o. s. frv., en þó einkum keita, j/g á
móti 5/c vatns. »Þvotti þessum», segir enn fremur, »verð-
ur að haga eptir því, til hvers ullin er ætluð; í heitu
vatni missa ullhárin nokkuð af þanþoli sínu; það fá þau
aptur, ef þau eru látin kólna ofur hægt, en ekki ef þau
kólna snögglega. Ef ullin á að vinnast sem löng ull
(Kamuld), í togkembivjelum, þá verður að kæla hana þegar;
en eigi að virina hana sem stutta till (Karteuld), í þel-
kembivjelum, verður hún að kólna svo seint sem hægt
er, og ekki þvost í kalda vatninu fyrr en hún er full-
komlega köld. Aður var ullin þurkuð undir beru loptim, og
hclzt í skugganum, enda er sú þurkunaraðferð bezt, en
af því að hún útheimtir stórt svæði og verður eigi við
höfð nema í hentugu veðri, er ómögulegt að nota hana
nema í smáum stýl».
Af þessu má sjá það, að höfundurinn álítur þá að-
ferð bezta við þvott og þurk á ull, sem mest líkist vorri
aðferð. 3?essi eða lík aðferð mundi og höfð í útlöndum, ef
hægt væri að koma henni við í stórum stýl. í*að væri
því ástæðulaust fyrir íslendinga, að vilja taka upp út-
lenda aðforð við ullarþvottinn. Þótt höfundurinn segi,
að hafa megi r'/fiVatns í þvottaleginum, efast jeg um, að
hann megi vera daufari á íslenzka ull, en gert er ráð
fyrir í reglunum hjer að framan, enda má hann ekki á-
vallt vera jafnsterkur.
Sá, sem vildi nákvæmlega fylgja þessum reglum,um
kælingu ullarinnar, ætti þá að þvo kaupstaðarullina sjer
og kæla hana snögglega, því að hún verður unnin sem
löng ull. UIl til heimilisvinnu ætti að láta kólna seint,
því að hún er unnin eptir hinni reglunni (eins og »Karte-
ulcl»), þótt ekki sje hún unnin í vjelum. En jeg hefi
heyrt flestum hera saman um það, að þanþolið væri
kostur á ullinni, svo það er óefað rjettara, að við hafa